Menning

Jagúar með galdranúmeri

Það er auðvitað ekkert skrýtið því hann er á rauðum Jagúar árgerð 1978 og bílnúmerið er R-666. "Það hefur verið draumurinn lengi að eignast Jagúar," segir Szymon. "Ég lenti í því í sumar að tapa tveimur bílum, annan lánaði ég kunningja mínum sem lenti í árekstri þannig að bíllinn eyðilagðist og hinn bíllinn dó. Þá var ég bíllaus í einhvern tíma en sá svo þennan og það var ást við fyrstu sýn. Ég var hrikalega blankur og átti svo sem ekkert fyrir honum," segir hann hlæjandi og fæst ekki til að gefa upp hvað bíllinn kostaði. "Þetta er 78-módelið, algjör antík og í toppstandi. Hann kostaði sitt. Ég verð líka að fá að koma því að hvað ég er þakklátur starfsfólki hjá bíll.is. Þau voru svo elegant og hjálpleg og redduðu öllu fyrir mig." Szymon segir engu líkt að keyra þennan bíl og segir það draumi líkast. "Mér finnst ég svífa yfir jörðinni." Bílnúmerið R-666 vekur líka athygli, en talan hefur verið kennd við antikrist. "Ég hugsaði aðeins um það," segir Szymon, "en fyrst og fremst er þetta töfratala. Það er galdur í þessu númeri, góður galdur." Szymon hefur átt nokkra gamla bíla í gegnum tíðina en engan eins flottan og þennan. "Ég er brjálaður í antíkhluti yfirleitt, safna þeim alls staðar að mér og finnst þeir ekki vera hlutir heldur verur sem spjalla við mig og gefa mér kraft og styrk."





Fleiri fréttir

Sjá meira


×