Erlent

600 uppreisnarmenn drepnir

Bandarískar herflugvélar og stórskotalið gerðu árásir á suðurhluta borgarinnar Falluja í gær. Þar er talið að meginkjarni íraskra uppreisnarmanna haldi sig og reynir bandaríski herinn að þrengja að þeim. Bandaríkjaher telur að um 600 uppreisnarmenn hafi látist í átökunum í Falluja síðan á mánudaginn þegar herinn réðst til atlögu. Telja Bandaríkjamenn að enn séu nokkur hundruð uppreisnarmenn í borginni. Þeir séu illa skipulagðir en enn mjög hættulegir. Þó talið sé að kjarni uppreisnarmanna sé í suðurhluta borgarinnar hafa bandarískir hermenn einnig orðið fyrir árásum leyniskyttna á svæðum sem þeir hafa lýst yfir að þeir hafi stjórn á. Á þriðja tug hermanna hefur fallið og fjöldi hermanna hefur einnig verið fluttur á hersjúkrahús í Landstuhl í Þýskalandi. Í gær voru 90 særðir hermenn fluttir þangað. Sú tala gefur til kynna að átökin í Falluja séu mjög hörð því hermenn eru einungis fluttir til Landstuhl ef þeir eru illa særðir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×