Samstarf olíufélaganna leyfilegt 11. nóvember 2004 00:01 Olíufélögin mega hafa samstarf um dreifingu ef það er almenningi til hagsbóta. Forstjóri samkeppnissviðs Samkeppnisstofnunar segir að hafa þurfi gott eftirlit með slíku samstarfi. Hann segir afsagnir stjórnarmanna á vegum Olíufélagsins skref í rétta átt en eftir eigi að leggja mat á hvort nógu langt sé gengið. Hjörleifur Jakobsson, forstjóri Olíufélagsins hf., sagði í samtali við Stöð 2 að samstarf verði áfram á milli olíufélaganna á dreifingarhliðinni en athugasemdir Samkeppnisstofnunar hafi beinst að samstarfi á markaðshliðinni. Guðmundur Sigurðsson, forstjóri samkeppnissviðs Samkeppnisstofnunar, sagði í samtali við Stöð 2 í dag að það væri ekki sjálfgefið að samstarf hvað dreifingu varðar væri bannað. Hægt væri að sækja um slíkt og það heimilað ef sýnt væri fram á að samstarfið skaðaði ekki samkeppni og að almenningur nyti góðs af slíku samstarfi. Guðmundur segir að Samkeppnisstofnun sé ekki farin að athuga rekstur Eldsneytisafgreiðslunnar á Keflavíkurflugvelli sem stóru olíufélögin reki á vellinum. Það félag var stofnað fyrir tveimur mánuðum en sækja þarf um leyfi fyrir því innan sex mánaða frá stofnun. Hann sagði að forstjóri EAK hefði haft samband við stofnunina og að erindi yrði sent inn eftir áramót. Sem kunnugt er hefur Olíufélagið ákveðið að taka sinn mann úr stjórn Olíudreifingar og fleira eftir að niðurstaða Samkeppnisstofnunar lá fyrir. Guðmundur segir það vissulega skref í rétta átt en ekki hafi verið lagt mat á hvort nógu langt sé gengið. Kristinn Björnsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs, hefur lýst því yfir að það veki athygli sína að Samkeppnisstofnun leggi blessun sína yfir áframhaldandi starfsemi Olíudreifingar, sem er í eigu Olís og Esso. Hann geri ráð fyrir að það sé vegna þess að þegar Esso lýsti sig reiðubúið að aðstoða Samkeppnisstofnun við rannsókn málsins, hafi það boð verið að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Kristinn telur að meðal þeirra skilyrða hafi verið að Olíudreifing fengi að starfa áfram. Guðmundur sér ekki ástæðu til að svara þessu. Minna má á í þessu sambandi að bæði Essó og Olís fengu afslátt á sektargreiðslum fyrir sinn þátt í að upplýsa málið. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Olíufélögin mega hafa samstarf um dreifingu ef það er almenningi til hagsbóta. Forstjóri samkeppnissviðs Samkeppnisstofnunar segir að hafa þurfi gott eftirlit með slíku samstarfi. Hann segir afsagnir stjórnarmanna á vegum Olíufélagsins skref í rétta átt en eftir eigi að leggja mat á hvort nógu langt sé gengið. Hjörleifur Jakobsson, forstjóri Olíufélagsins hf., sagði í samtali við Stöð 2 að samstarf verði áfram á milli olíufélaganna á dreifingarhliðinni en athugasemdir Samkeppnisstofnunar hafi beinst að samstarfi á markaðshliðinni. Guðmundur Sigurðsson, forstjóri samkeppnissviðs Samkeppnisstofnunar, sagði í samtali við Stöð 2 í dag að það væri ekki sjálfgefið að samstarf hvað dreifingu varðar væri bannað. Hægt væri að sækja um slíkt og það heimilað ef sýnt væri fram á að samstarfið skaðaði ekki samkeppni og að almenningur nyti góðs af slíku samstarfi. Guðmundur segir að Samkeppnisstofnun sé ekki farin að athuga rekstur Eldsneytisafgreiðslunnar á Keflavíkurflugvelli sem stóru olíufélögin reki á vellinum. Það félag var stofnað fyrir tveimur mánuðum en sækja þarf um leyfi fyrir því innan sex mánaða frá stofnun. Hann sagði að forstjóri EAK hefði haft samband við stofnunina og að erindi yrði sent inn eftir áramót. Sem kunnugt er hefur Olíufélagið ákveðið að taka sinn mann úr stjórn Olíudreifingar og fleira eftir að niðurstaða Samkeppnisstofnunar lá fyrir. Guðmundur segir það vissulega skref í rétta átt en ekki hafi verið lagt mat á hvort nógu langt sé gengið. Kristinn Björnsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs, hefur lýst því yfir að það veki athygli sína að Samkeppnisstofnun leggi blessun sína yfir áframhaldandi starfsemi Olíudreifingar, sem er í eigu Olís og Esso. Hann geri ráð fyrir að það sé vegna þess að þegar Esso lýsti sig reiðubúið að aðstoða Samkeppnisstofnun við rannsókn málsins, hafi það boð verið að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Kristinn telur að meðal þeirra skilyrða hafi verið að Olíudreifing fengi að starfa áfram. Guðmundur sér ekki ástæðu til að svara þessu. Minna má á í þessu sambandi að bæði Essó og Olís fengu afslátt á sektargreiðslum fyrir sinn þátt í að upplýsa málið.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira