Erlent

Að mestu á valdi hersetuliðsins

Sprengjuregnið í borginni Fallujah í Írak hófst á ný snemma í morgun eftir nokkur hlé þar í nótt. Talsmenn Bandaríkjahers segja borgina að mestu á valdi hersetuliðsins en andspyrna er þó enn töluverð á nokkrum stöðum í borginni þar sem skæruliðar og hryðjuverkamenn halda sig. Mannræningjar hóta því að skera á háls þrjá ættingja Iyads Allawis, forsætisráðherra Íraks, verði aðgerðum í Fallujah ekki hætt þegar í stað. Hryðjuverkamenn drápu á þriðja tug manna í árásum í Írak í gær og segjast halda um tuttugu írökskum hermönnum í gíslingu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×