Innlent

Stjórnarskrárbundinn réttur barna verði virtur

Foreldraráð grunnskóla í Vesturbæ Reykjavíkur krefjast þess að stjórnarskrárbundinn réttur barna til menntunar verði virtur. Í ályktun sem ráðin samþykktu einróma á fundi í köld er áhyggjum lýst vegna hugmynda sem fela í sér skerðingu á svigrúmi skólastjóra til að stýra skólastarfi. Þá segir í ályktuninni að foreldraráð í Vesturbæ séu einhuga um að góður skóli verði ekki rekinn nema kennarar hafi lífvænleg laun. Foreldraráð grunnskóla í Vesturbæ beina því til fræðsluyfirvalda að setja reglur um aukin áhrif foreldra í stjórnun skóla meðal annars með aðkomu að ráðningu skólastjóra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×