Var ekki höfuðpaur samráðsins 10. nóvember 2004 00:01 Kristinn Björnsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs, vísar því á bug að hann hafi verið höfuðpaur í samráði olíufélaganna. Hann játar þó að honum hafi orðið hált á svellinu í einstaka tilfellum en segir skýrslu Samkeppnisstofnunar engan stóradóm. Skýrslan er enginn stóridómur segir Kristinn og bendir á að öll olíufélögin hafi mótmælt helstu niðurstöðum hennar kröftuglega. Spurður hver sé ábyrgð hans að eigin áliti segir Kristinn að komi í ljós, og verði það endanleg niðurstaða, að Skeljungur hafi brotið samkeppnislög á þeim tíma sem hann hafi verið forstjóri, þá sé ábyrgðin alfarið hans. „Ég lít ábyrgð mína mjög alvarlegum augum og ég hef alltaf tekið ábyrgð mína, í öllum störfum sem ég hef sinnt, mjög alvarlega,“ segir Kristinn. Kristinn vísar því alfarið á bug að menn hafi reynt að leyna einhverri slóð eins og talað er um í skýrslunni. „Ég hef sagt það, bæði hjá Samkeppnisstofnun og í yfirheyrslum á öðrum stöðum þar sem málið er til umfjöllunar, að mér hafi orðið hált á svellinu í nokkrum tilvikum og greint frá því. Öðrum tilvikum, og eiginlega langflestum sem nefnd eru í skýrslu Samkeppnisstofnunar og úrskurði Samkeppnisráðs, hef ég vísað á bug, og félagið [Skeljungur] allt og félögin öll að ég tel,“ segir Kristinn. En þótt Kristinn viðurkenni að í einhverjum atriðum hafi framferði hans stangast á við lög segir hann að einstaka stjórnarmenn í fyrirtækinu hafi ekki haft vitneskju um það eða komið þar nærri. Hann segir reiði fólks skiljanlega miðað við hvernig umræðan hafi verið. Kristinn segir málið ekki hafa haft áhrif á þá ákvörðun sína að fara frá Skeljungi á sínum tíma. Spurður hvort hann telji að kona hans, Sólveig Pétursdóttir, alþingismaður og fyrrverandi dómsmálaráðherra, hafi verið látin gjalda fyrir þetta mál með því að stíga upp úr ráðherrastóli, segist Kristinn ekkert ætla að fullyrða um það mál. Honum finnst afar óeðlilegt og ósmekklegt að blanda störfum þeirra hjóna saman. Kristinn gagnrýnir stjórn flutningsjöfnunarsjóðs sem hann segir einskonar lögþvingað samráð undir stjórn Samkeppnisstofnunar. Þá segir hann að Essó hafi sett það skilyrði í upphafi rannsóknar Samkeppnisstofnunar að fyrirtækið Olíudreifing, sem Essó og Olís eiga saman, fengi að starfa áfram. Það sé ekki eina skilyrðið. Kristinn segist telja að það hafi verið mistök hjá Samkeppnisstofnun að heimila kaup Essó í Olís og einnig að heimila stofnun olíudreifingar. Þar með verði nefnilega til kjörinn samstarfs- og samvinnugrundvöllur milli tveggja af þremur félögum á þessum markaði. Athygli vakti þegar forstjórar og yfirmenn olíufélaganna sögðu sig frá trúnaðarstörfum nær samtímis í vikunni. Spurður hvort þeir hafi haft samráð um þá hagan mála segir Kristinn að það hafi auðvitað ekki verið þannig, þó það gæti litið þannig út. „Fjölmiðlar eru býsna duglegir við að skýra frá hlutum og ég geri ráð fyrir að þetta séu hin venjulegu „dómínó-áhrif“ sem gerast,“ segir Kristinn. Kristinn segir að úrsögn sín úr stjórn Straums Fjárfestingarbanka í gær hafi verið að eigin frumkvæði. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Kristinn Björnsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs, vísar því á bug að hann hafi verið höfuðpaur í samráði olíufélaganna. Hann játar þó að honum hafi orðið hált á svellinu í einstaka tilfellum en segir skýrslu Samkeppnisstofnunar engan stóradóm. Skýrslan er enginn stóridómur segir Kristinn og bendir á að öll olíufélögin hafi mótmælt helstu niðurstöðum hennar kröftuglega. Spurður hver sé ábyrgð hans að eigin áliti segir Kristinn að komi í ljós, og verði það endanleg niðurstaða, að Skeljungur hafi brotið samkeppnislög á þeim tíma sem hann hafi verið forstjóri, þá sé ábyrgðin alfarið hans. „Ég lít ábyrgð mína mjög alvarlegum augum og ég hef alltaf tekið ábyrgð mína, í öllum störfum sem ég hef sinnt, mjög alvarlega,“ segir Kristinn. Kristinn vísar því alfarið á bug að menn hafi reynt að leyna einhverri slóð eins og talað er um í skýrslunni. „Ég hef sagt það, bæði hjá Samkeppnisstofnun og í yfirheyrslum á öðrum stöðum þar sem málið er til umfjöllunar, að mér hafi orðið hált á svellinu í nokkrum tilvikum og greint frá því. Öðrum tilvikum, og eiginlega langflestum sem nefnd eru í skýrslu Samkeppnisstofnunar og úrskurði Samkeppnisráðs, hef ég vísað á bug, og félagið [Skeljungur] allt og félögin öll að ég tel,“ segir Kristinn. En þótt Kristinn viðurkenni að í einhverjum atriðum hafi framferði hans stangast á við lög segir hann að einstaka stjórnarmenn í fyrirtækinu hafi ekki haft vitneskju um það eða komið þar nærri. Hann segir reiði fólks skiljanlega miðað við hvernig umræðan hafi verið. Kristinn segir málið ekki hafa haft áhrif á þá ákvörðun sína að fara frá Skeljungi á sínum tíma. Spurður hvort hann telji að kona hans, Sólveig Pétursdóttir, alþingismaður og fyrrverandi dómsmálaráðherra, hafi verið látin gjalda fyrir þetta mál með því að stíga upp úr ráðherrastóli, segist Kristinn ekkert ætla að fullyrða um það mál. Honum finnst afar óeðlilegt og ósmekklegt að blanda störfum þeirra hjóna saman. Kristinn gagnrýnir stjórn flutningsjöfnunarsjóðs sem hann segir einskonar lögþvingað samráð undir stjórn Samkeppnisstofnunar. Þá segir hann að Essó hafi sett það skilyrði í upphafi rannsóknar Samkeppnisstofnunar að fyrirtækið Olíudreifing, sem Essó og Olís eiga saman, fengi að starfa áfram. Það sé ekki eina skilyrðið. Kristinn segist telja að það hafi verið mistök hjá Samkeppnisstofnun að heimila kaup Essó í Olís og einnig að heimila stofnun olíudreifingar. Þar með verði nefnilega til kjörinn samstarfs- og samvinnugrundvöllur milli tveggja af þremur félögum á þessum markaði. Athygli vakti þegar forstjórar og yfirmenn olíufélaganna sögðu sig frá trúnaðarstörfum nær samtímis í vikunni. Spurður hvort þeir hafi haft samráð um þá hagan mála segir Kristinn að það hafi auðvitað ekki verið þannig, þó það gæti litið þannig út. „Fjölmiðlar eru býsna duglegir við að skýra frá hlutum og ég geri ráð fyrir að þetta séu hin venjulegu „dómínó-áhrif“ sem gerast,“ segir Kristinn. Kristinn segir að úrsögn sín úr stjórn Straums Fjárfestingarbanka í gær hafi verið að eigin frumkvæði.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira