Innlent

Deilan í mjög erfiðum hnút

Það er ekki tilefni til að halda samningafund í kjaradeilu kennara og sveitarfélaga fyrr en eftir hálfan mánuð að mati Ásmundar Stefánssonar, ríkissáttasemjara. Hann segir samninganefndirnar hafa verið sammála um þetta á fundi í gær. Hann segist ekki hafa séð tilefni til að ganga í berhögg við þessa afstöðu þar sem bilið á milli kröfu kennara og tilboðs sveitarfélaganna sé svo breitt. Ásmundur segir engar forsendur til að ætla að ný miðlunartillaga frá honum yrði samþykkt. Aðspurður hvort hugmyndir sveitarfélaganna um að kerfisbreytingar yrðu gerðar á kjarasamningunum sagði hann að það hafi verið gagnkvæm afstaða að hvorugur aðilinn hafi verið reiðubúinn til að fara leið hins. Ásmundur gerði ráðherrum ríkisstjórnarinnar grein fyrir stöðu mála í gær og hann var svartsýnn á árangur. "Það bendir allt til þess að staðan verði með svipuðum hætti eftir hálfan mánuð. Málið er í mög erfiðum hnút."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×