Innlent

Kennarar í önnur störf í verkfalli

Þrír kennarar hafa unnið í versluninni Grundarvali í Grundarfirði á meðan þeir hafa verið í verkfalli. Einn kennaranna segir að menn verði að bjarga sér við þessar aðstæður. Hann hafi borið þetta undir Kennarasamband Íslands sem hafi komist að þeirri niðurstöðu að þetta væri ekki verkfallsbrot. Hann segist hafa fundið fyrir óánægju hjá sumum Grundfirðingum vegna þessa. Kennararnir fá greitt úr verkfallssjóði þrátt fyrir að stunda vinna í verkfallinu, um 90.000 krónur á mánuði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×