Innlent

Vill skaðabætur vegna samráðs

Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur ritað olíufélögunum þremur bréf og óskað eftir því að þau hafi frumkvæði að því að semja um greiðslur bóta vegna ólögmæts samráðs sem þau viðhöfðu í útboði bæjarins vegna olíuverslunar. Bæjarstjórnin telur að verðsamráðið hafi valdið Vestmannaeyjabæ, íbúum bæjarins og fyrirtækjum tjóni.   Lúðvík Bergvinsson, oddviti meirihlutans í bæjarstjórninni, segir að Vestmannaeyjabær muni leita réttar síns og hann vonast eftir jákvæðum undirtektum olíufélaganna í samræmi við afsökunarbeiðnir þeirra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×