Innlent

Útilokar ekki lög

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segist ekki útiloka að lög verði sett á verkfall kennara. Það verði hins vegar að skoða alla fleti málsins gaumgæfilega. Stjórnarflokkarnir hafa kallað fulltrúa deiluaðila á sinn fund á morgun. Þetta kom fram á blaðamannafundinum sem forsætisráðherra boðaði til í Stjórnarráðinu á sjötta tímanum. Fundi samningsaðila sem hófst í húsakynnum ríkissáttasemjara í morgun var slitið eftir hádegið og í kjölfarið tilkynnt að ekkert yrði fundað í kennaradeilunni næstu tvær vikur. 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×