Erlent

Ættingjum Allawis rænt

Hópur íslamskra öfgamanna, sem kallar sig Ansar al-Jihad, greindi frá því í yfirlýsingu sem þeir birtu á Netinu fyrir stundu að þeir héldu þremur ættingjum Iyads Allawis, forsætisráðherra bráðabirgðastjórnarinnar í Írak, í gíslingu. Hópurinn hótar að drepa fólkið innan tveggja sólarhringa, verði árásum bandarískra og írakskra hersveita á Fallujah ekki hætt, en borgin hefur verið helsta vígi uppreisnarmanna súnníta. Þess er ennfremur krafist að föngum verði sleppt. Að öðrum kosti muni þeir myrða ættingja forsætisráðherrans.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×