Innlent

Hættir störfum í bankaráðinu

Einar Benediktsson, forstjóri Olís, hefur ákveðið að taka ekki þátt í störfum bankaráðs Landsbanka Íslands fyrst um sinn, þar til annað hefur verið ákveðið. Segir í yfirlýsingu frá honum að þessi ákvörðun sé tekin í ljósi þeirrar umræðu sem orðið hefur í þjóðfélaginu í kjölfar birtingar skýrslu Samkeppnisstofnunar um meint samráð olíufélaganna. Í tilkynningunni segir orðrétt: Í ljósi þeirrar umræðu, sem orðið hefur í þjóðfélaginu í kjölfar birtingar skýrslu Samkeppnisstofnunar um meint samráð olíufélaganna, hef ég ákveðið að taka ekki þátt í störfum bankaráðs Landsbanka Íslands hf. fyrst um sinn, þar til annað verður ákveðið. Mun varamaður gegna störfum mínum í bankaráðinu á meðan.Þessa ákvörðun tek ég einvörðungu til þess að Landsbanka Íslands hf. verði ekki blandað inn í mál sem honum eru með öllu óviðkomandi.Virðingarfyllst,Einar Benediktsson, Ekki náðist í Kristin Björnsson, fyrrverandi forstjóra Skeljungs sem er stjórnarformaður Straums fjárfestingarbanka, fyrir fréttir en samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Fjármálaeftirlitið ekki gert neinar athugasemdir við störf hans þar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×