Innlent

R-listinn harmar aðstæðurnar

Reykjavíkurlistinn harmar að þær aðstæður hafi komið upp að Þórólfur Árnason borgarstjóri hefur kosið að láta af störfum, í tilkynningu sem flokkurinn sendi frá sér á sjöunda tímanum. Þar lýsa borgarfulltrúar listans því yfir að samstarfið um Reykjavíkurlistann og þau stefnumál sem hann stendur fyrir haldi áfram. Í tilkynningunni segir orðrétt: Borgarfulltrúar Reykjavíkurlistans harma að þær aðstæður hafi komið upp að Þórólfur Árnason borgarstjóri hefur kosið að láta af störfum.Í ákvörðun Þórólfs felst að hann tekur hagsmuni borgarinnar og Reykjavíkurlistasamstarfsins fram yfir sína eigin.Þórólfur hefur reynst farsæll í störfum sem borgarstjóri og áunnið sér virðingu samstarfsfólks og almennings í Reykjavík. Vilja borgarfulltrúar Reykjavíkurlistans þakka samstarfið og óska Þórólfi Árnasyni og fjölskyldu hans velfarnaðar.Þær kringumstæður sem leiða til þessarar ákvörðunar eru ekki vegna ágreinings um stefnu við stjórn borgarinnar og lýsa borgarfulltrúar því yfir að samstarfið um Reykjavíkurlistann og þau stefnumál sem hann stendur fyrir heldur áfram.Áður en Þórólfur lætur af störfum mun kynnt hvernig verkaskiptingu við stjórn borgarinnar verður háttað og hver verður borgarstjóri.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×