Innlent

Ríkisstjórnin grípi inn í verkfall

Umboðsmaður barna beinir þeirri eindregnu áskorun til ríkisstjórnarinnar að beita sér nú þegar fyrir lausn á kjaradeilu kennara og sveitarfélaga, í samráði við deiluaðila til þess að endi verði bundinn á það ófremdarástand er ríkir, sem allra fyrst. Svo segir í tilkynningu frá umboðsmanni. Segir enn fremur, að hætta sé á því að mörg grunnskólabarna muni bíða ómetanlegt tjón ef verkfallið dregst enn frekar á langinn. Sé með öllu óþolandi að þeim sé haldið frá vinnu sinni svo að vikum skiptir. Réttur barna til skólagöngu sé þar með fyrir borð borinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×