Besta bók höfundar til þessa 9. nóvember 2004 00:01 Hverjir eru mestu og bestu rithöfundar Íslands? Eru það þeir sem skrifa margar bækur um ævina; þeir sem skrifa þykkar bækur; þeir sem skrifa fáar bækur; þeir sem skrifa góðar bækur, eða þeir sem seljast? Og hver selur bækurnar? Hið árlega bókaflóð er skollið á með öllum sínum kostum, göllum og kækjum - og nú þegar má sjá grundvallareinkennin í auglýsingaherferð útgefenda. Það er strax hægt að sjá hvaða höfunda útgefendur leggja áherslu á að selja og um hverja þeim er nákvæmlega sama. Nú þegar eru þeir tveir höfundar sem mest hafa verið markaðssettir auglýstir í heilsíðuauglýsingum í öllum fjölmiðlum, á fremstu síðum prentmiðla. Það er ekkert til sparað að selja vek þeirra. Slagorðin hjá þeim báðum er "besta bók höfundar til þessa." Þeir eru reyndar báðir hjá sama útgefanda og þetta slagorð er alltaf notað þegar þeir gefa út bók." En hver er búinn að meta bækur þeirra áður og um leið og þær koma út? Útgefandinn? Sjónvarpstrúður? Hinn almenni lesandi? Á sama hátt má sjá mun minni auglýsingar þar sem nokkrir höfundar eru þræddir upp á einn og sama öngulinn sem verið er að leggja fyrir bókakaupendur - birtar einhvers staðar langt inni í blaði og ekki nema örfáum sinnum meðan á flóðinu stendur. Þetta eru höfundarnir sem útgefendur ætla ekki að veðja á. En hvers vegna urðu þeir stóru svo stórir. Er það vegna þess að hin árlega markaðssetning á þeim hefur verið svo öflug að það er búið að heilaþvo þjóðina, eða eru allir sammála um yfirburði þeirra? En það er ekki eins og útgefendur leiki sóló í þessu sérkennilega leikriti. Fjölmiðlar dansa með. Þeir höfundar sem eru mest markaðssettir eru í öllum útvarps- og sjónvarpsþáttum alls staðar og í svo löngum viðtölum í prentmiðlum að það nennir enginn að lesa þau. En það gerir ekkert til. Lengdin á viðtalinu nægir til þess að troða því inn í þöngulhausa þjóðarinnar að þeir séu bestir. Vissulega hafa komið upp vonbrigði, meðal almennings, með ýmis verk ofurmarkaðssettu höfundanna í gegnum tíðina og því er nauðsynlegt að auglýsa næstu bók þerra sem "bestu bók höfundar til þessa," þannig að mögulegir kaupendur haldi ekki að viðkomandi höfundar séu farnir að dala og hægt verði að selja þá áfram. Það merkilega við höfundana sem ekki er troðið af þessu afli upp á lesendur, en eru þess í stað auglýstir í hópum, er að flestir þeirra eru konur. Það eru kannski tveir kvenhöfundar á Íslandi sem ná þeim status að fá heilsíðu af og til í prentmiðlum og vera tekið fagnandi í marga útvarps- og sjónvarpsþætti. Þær gefa ekki út á hverju ári og herferðin því ekki eins áberandi. Af einhverjum ástæðum er maður orðinn svo þreyttur á þessum heilaþvotti að maður er ósjálfrátt farinn að leita að hinum þöglu höfundum, helst frá útgefendum sem eiga ekkert alltof mikinn pening til þess að segja manni hvað maður á að hugsa. Þannig fæst tækifæri til þess að lesa skáldverk óáreittur og meta það á eigin forsendum. Og þar er mörg perlan, skrifuð af konum, ungu fólki, úthaldsgóðum og hógværum skáldum sem kunna ekki við sig í glannalegu sviðsljósinu. Og maður hugsar: Mikið vildi ég vera uppi eftir hundrað ár til þess að sjá hverja af þessum höfundum skáldagyðjan hefur valið til þess að lifa af tímann. Súsanna Svavarsdóttir -sussa@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Súsanna Svavarsdóttir Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Skoðun Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Hverjir eru mestu og bestu rithöfundar Íslands? Eru það þeir sem skrifa margar bækur um ævina; þeir sem skrifa þykkar bækur; þeir sem skrifa fáar bækur; þeir sem skrifa góðar bækur, eða þeir sem seljast? Og hver selur bækurnar? Hið árlega bókaflóð er skollið á með öllum sínum kostum, göllum og kækjum - og nú þegar má sjá grundvallareinkennin í auglýsingaherferð útgefenda. Það er strax hægt að sjá hvaða höfunda útgefendur leggja áherslu á að selja og um hverja þeim er nákvæmlega sama. Nú þegar eru þeir tveir höfundar sem mest hafa verið markaðssettir auglýstir í heilsíðuauglýsingum í öllum fjölmiðlum, á fremstu síðum prentmiðla. Það er ekkert til sparað að selja vek þeirra. Slagorðin hjá þeim báðum er "besta bók höfundar til þessa." Þeir eru reyndar báðir hjá sama útgefanda og þetta slagorð er alltaf notað þegar þeir gefa út bók." En hver er búinn að meta bækur þeirra áður og um leið og þær koma út? Útgefandinn? Sjónvarpstrúður? Hinn almenni lesandi? Á sama hátt má sjá mun minni auglýsingar þar sem nokkrir höfundar eru þræddir upp á einn og sama öngulinn sem verið er að leggja fyrir bókakaupendur - birtar einhvers staðar langt inni í blaði og ekki nema örfáum sinnum meðan á flóðinu stendur. Þetta eru höfundarnir sem útgefendur ætla ekki að veðja á. En hvers vegna urðu þeir stóru svo stórir. Er það vegna þess að hin árlega markaðssetning á þeim hefur verið svo öflug að það er búið að heilaþvo þjóðina, eða eru allir sammála um yfirburði þeirra? En það er ekki eins og útgefendur leiki sóló í þessu sérkennilega leikriti. Fjölmiðlar dansa með. Þeir höfundar sem eru mest markaðssettir eru í öllum útvarps- og sjónvarpsþáttum alls staðar og í svo löngum viðtölum í prentmiðlum að það nennir enginn að lesa þau. En það gerir ekkert til. Lengdin á viðtalinu nægir til þess að troða því inn í þöngulhausa þjóðarinnar að þeir séu bestir. Vissulega hafa komið upp vonbrigði, meðal almennings, með ýmis verk ofurmarkaðssettu höfundanna í gegnum tíðina og því er nauðsynlegt að auglýsa næstu bók þerra sem "bestu bók höfundar til þessa," þannig að mögulegir kaupendur haldi ekki að viðkomandi höfundar séu farnir að dala og hægt verði að selja þá áfram. Það merkilega við höfundana sem ekki er troðið af þessu afli upp á lesendur, en eru þess í stað auglýstir í hópum, er að flestir þeirra eru konur. Það eru kannski tveir kvenhöfundar á Íslandi sem ná þeim status að fá heilsíðu af og til í prentmiðlum og vera tekið fagnandi í marga útvarps- og sjónvarpsþætti. Þær gefa ekki út á hverju ári og herferðin því ekki eins áberandi. Af einhverjum ástæðum er maður orðinn svo þreyttur á þessum heilaþvotti að maður er ósjálfrátt farinn að leita að hinum þöglu höfundum, helst frá útgefendum sem eiga ekkert alltof mikinn pening til þess að segja manni hvað maður á að hugsa. Þannig fæst tækifæri til þess að lesa skáldverk óáreittur og meta það á eigin forsendum. Og þar er mörg perlan, skrifuð af konum, ungu fólki, úthaldsgóðum og hógværum skáldum sem kunna ekki við sig í glannalegu sviðsljósinu. Og maður hugsar: Mikið vildi ég vera uppi eftir hundrað ár til þess að sjá hverja af þessum höfundum skáldagyðjan hefur valið til þess að lifa af tímann. Súsanna Svavarsdóttir -sussa@frettabladid.is
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun