Besta bók höfundar til þessa 9. nóvember 2004 00:01 Hverjir eru mestu og bestu rithöfundar Íslands? Eru það þeir sem skrifa margar bækur um ævina; þeir sem skrifa þykkar bækur; þeir sem skrifa fáar bækur; þeir sem skrifa góðar bækur, eða þeir sem seljast? Og hver selur bækurnar? Hið árlega bókaflóð er skollið á með öllum sínum kostum, göllum og kækjum - og nú þegar má sjá grundvallareinkennin í auglýsingaherferð útgefenda. Það er strax hægt að sjá hvaða höfunda útgefendur leggja áherslu á að selja og um hverja þeim er nákvæmlega sama. Nú þegar eru þeir tveir höfundar sem mest hafa verið markaðssettir auglýstir í heilsíðuauglýsingum í öllum fjölmiðlum, á fremstu síðum prentmiðla. Það er ekkert til sparað að selja vek þeirra. Slagorðin hjá þeim báðum er "besta bók höfundar til þessa." Þeir eru reyndar báðir hjá sama útgefanda og þetta slagorð er alltaf notað þegar þeir gefa út bók." En hver er búinn að meta bækur þeirra áður og um leið og þær koma út? Útgefandinn? Sjónvarpstrúður? Hinn almenni lesandi? Á sama hátt má sjá mun minni auglýsingar þar sem nokkrir höfundar eru þræddir upp á einn og sama öngulinn sem verið er að leggja fyrir bókakaupendur - birtar einhvers staðar langt inni í blaði og ekki nema örfáum sinnum meðan á flóðinu stendur. Þetta eru höfundarnir sem útgefendur ætla ekki að veðja á. En hvers vegna urðu þeir stóru svo stórir. Er það vegna þess að hin árlega markaðssetning á þeim hefur verið svo öflug að það er búið að heilaþvo þjóðina, eða eru allir sammála um yfirburði þeirra? En það er ekki eins og útgefendur leiki sóló í þessu sérkennilega leikriti. Fjölmiðlar dansa með. Þeir höfundar sem eru mest markaðssettir eru í öllum útvarps- og sjónvarpsþáttum alls staðar og í svo löngum viðtölum í prentmiðlum að það nennir enginn að lesa þau. En það gerir ekkert til. Lengdin á viðtalinu nægir til þess að troða því inn í þöngulhausa þjóðarinnar að þeir séu bestir. Vissulega hafa komið upp vonbrigði, meðal almennings, með ýmis verk ofurmarkaðssettu höfundanna í gegnum tíðina og því er nauðsynlegt að auglýsa næstu bók þerra sem "bestu bók höfundar til þessa," þannig að mögulegir kaupendur haldi ekki að viðkomandi höfundar séu farnir að dala og hægt verði að selja þá áfram. Það merkilega við höfundana sem ekki er troðið af þessu afli upp á lesendur, en eru þess í stað auglýstir í hópum, er að flestir þeirra eru konur. Það eru kannski tveir kvenhöfundar á Íslandi sem ná þeim status að fá heilsíðu af og til í prentmiðlum og vera tekið fagnandi í marga útvarps- og sjónvarpsþætti. Þær gefa ekki út á hverju ári og herferðin því ekki eins áberandi. Af einhverjum ástæðum er maður orðinn svo þreyttur á þessum heilaþvotti að maður er ósjálfrátt farinn að leita að hinum þöglu höfundum, helst frá útgefendum sem eiga ekkert alltof mikinn pening til þess að segja manni hvað maður á að hugsa. Þannig fæst tækifæri til þess að lesa skáldverk óáreittur og meta það á eigin forsendum. Og þar er mörg perlan, skrifuð af konum, ungu fólki, úthaldsgóðum og hógværum skáldum sem kunna ekki við sig í glannalegu sviðsljósinu. Og maður hugsar: Mikið vildi ég vera uppi eftir hundrað ár til þess að sjá hverja af þessum höfundum skáldagyðjan hefur valið til þess að lifa af tímann. Súsanna Svavarsdóttir -sussa@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Súsanna Svavarsdóttir Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Hverjir eru mestu og bestu rithöfundar Íslands? Eru það þeir sem skrifa margar bækur um ævina; þeir sem skrifa þykkar bækur; þeir sem skrifa fáar bækur; þeir sem skrifa góðar bækur, eða þeir sem seljast? Og hver selur bækurnar? Hið árlega bókaflóð er skollið á með öllum sínum kostum, göllum og kækjum - og nú þegar má sjá grundvallareinkennin í auglýsingaherferð útgefenda. Það er strax hægt að sjá hvaða höfunda útgefendur leggja áherslu á að selja og um hverja þeim er nákvæmlega sama. Nú þegar eru þeir tveir höfundar sem mest hafa verið markaðssettir auglýstir í heilsíðuauglýsingum í öllum fjölmiðlum, á fremstu síðum prentmiðla. Það er ekkert til sparað að selja vek þeirra. Slagorðin hjá þeim báðum er "besta bók höfundar til þessa." Þeir eru reyndar báðir hjá sama útgefanda og þetta slagorð er alltaf notað þegar þeir gefa út bók." En hver er búinn að meta bækur þeirra áður og um leið og þær koma út? Útgefandinn? Sjónvarpstrúður? Hinn almenni lesandi? Á sama hátt má sjá mun minni auglýsingar þar sem nokkrir höfundar eru þræddir upp á einn og sama öngulinn sem verið er að leggja fyrir bókakaupendur - birtar einhvers staðar langt inni í blaði og ekki nema örfáum sinnum meðan á flóðinu stendur. Þetta eru höfundarnir sem útgefendur ætla ekki að veðja á. En hvers vegna urðu þeir stóru svo stórir. Er það vegna þess að hin árlega markaðssetning á þeim hefur verið svo öflug að það er búið að heilaþvo þjóðina, eða eru allir sammála um yfirburði þeirra? En það er ekki eins og útgefendur leiki sóló í þessu sérkennilega leikriti. Fjölmiðlar dansa með. Þeir höfundar sem eru mest markaðssettir eru í öllum útvarps- og sjónvarpsþáttum alls staðar og í svo löngum viðtölum í prentmiðlum að það nennir enginn að lesa þau. En það gerir ekkert til. Lengdin á viðtalinu nægir til þess að troða því inn í þöngulhausa þjóðarinnar að þeir séu bestir. Vissulega hafa komið upp vonbrigði, meðal almennings, með ýmis verk ofurmarkaðssettu höfundanna í gegnum tíðina og því er nauðsynlegt að auglýsa næstu bók þerra sem "bestu bók höfundar til þessa," þannig að mögulegir kaupendur haldi ekki að viðkomandi höfundar séu farnir að dala og hægt verði að selja þá áfram. Það merkilega við höfundana sem ekki er troðið af þessu afli upp á lesendur, en eru þess í stað auglýstir í hópum, er að flestir þeirra eru konur. Það eru kannski tveir kvenhöfundar á Íslandi sem ná þeim status að fá heilsíðu af og til í prentmiðlum og vera tekið fagnandi í marga útvarps- og sjónvarpsþætti. Þær gefa ekki út á hverju ári og herferðin því ekki eins áberandi. Af einhverjum ástæðum er maður orðinn svo þreyttur á þessum heilaþvotti að maður er ósjálfrátt farinn að leita að hinum þöglu höfundum, helst frá útgefendum sem eiga ekkert alltof mikinn pening til þess að segja manni hvað maður á að hugsa. Þannig fæst tækifæri til þess að lesa skáldverk óáreittur og meta það á eigin forsendum. Og þar er mörg perlan, skrifuð af konum, ungu fólki, úthaldsgóðum og hógværum skáldum sem kunna ekki við sig í glannalegu sviðsljósinu. Og maður hugsar: Mikið vildi ég vera uppi eftir hundrað ár til þess að sjá hverja af þessum höfundum skáldagyðjan hefur valið til þess að lifa af tímann. Súsanna Svavarsdóttir -sussa@frettabladid.is
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar