Innlent

Helmingur vill afsögn Þórólfs

Helmingur borgarbúa vill að Þórólfur Árnason borgarstjóri segi af sér og helmingur að hann sitji áfram samkvæmt könnun sem Gallup gerði dagana 5.-8. þessa mánaðar. Hann nýtur meirihlutastuðnings í yngstu og elstu aldursflokkunum en andstaða við hann er mest meðal miðaldra fólks. Ánægja með störf borgarstjóra fer hins vegar vaxandi frá tveimur fyrri könnunum. Nú segjast 77 prósent vera ánægð með störf hans. Það liggur því fyrir að hluti þeirra sem eru ánægðir með störf hans vilja samt að hann segi af sér. Vinstri grænir, sem eiga aðild að R-listanum í Reykjavík, ætla að halda félagsfund í kvöld og þar gæti endanlega ráðist hvort Þórólfur verður áfram borgarstjóri eða ekki.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×