Innlent

Telur skólastjóra hafa samþykkt

Ætla má að skólastjórnendur grunnskólanna hafi átt stóran hluta þeirra atkvæða sem greidd voru með miðlunartillögu ríkissáttasemjara, segir Sigfús Grétarsson, formaður samninganefndar Skólastjórafélags Íslands: "Þegar talið er upp úr sameiginlegum potti er þó ómögulegt að segja til um það," segir Sigfús en kjarasamningur skólastjóra er hluti af samningi grunnskólanna. Sigfús telur að skólastjórar hafi verið ánægðir með samninginn enda hafi samninganefndin talið að viðunandi kjör hafi náðst fyrir félagsmenn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×