Erlent

Stórárás hafin á Fallujah

Bandaríkjamenn og íraskir þjóðvarðliðar hafa hafið stórárás á borgina Fallujah og þar geisa nú harðir bardagar. Skriðdrekar fara fyrir árásarliðinu og herþyrlur og orrustuþotur sveima yfir. Talið er að um þrjátíu þúsund hermenn taki þátt í árásinni sem er ætlað að uppræta sveitir uppreisnarmanna í Fallujah. Bandarískir skriðdrekar og hermenn hafa þegar hreinsað til á járnbrautarstöð borgarinnar og nú streyma fótgönguliðar inn í borgina. Flestir íbúar Fallujah eru flúnir. Búist er við að bardagarnir standi í marga daga og verði mjög harðir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×