Afsökunarbeiðnirnar mismunandi 8. nóvember 2004 00:01 Olíufélögin Essó, Skeljungur og Olís hafa nú öll beðist afsökunar á ólöglegu samráði félaganna um verðlagningu en gera það með býsna mismunandi hætti. Stjórn, stjórnendur og almennir starfsmenn olíufélagsins Essó harma þátt félagsins í samráði íslenskra olíufélaga á árum áður, eins og það er orðað, og biðjast afsökunar fyrir hönd fyrirtækisins í heilsíðuauglýsingu í dagblöðunum í morgun. Fremstur á hópmynd í auglýsingunni er Hjörleifur Jakobsson forstjóri sem vann hjá Eimskipum meðan á samráðinu stóð. Athygli vekur að Essó notar ekki tækifærið til að kasta rýrð að vinnubrögðum Samkeppnisstofnunar í málinu, eins og Einar Benediktsson, forstjóri Olís, gerði í tilkynningu sem hann sendi fjölmiðlum í gær, án þess að rökstyðja það nánar. Hann ber því hins vegar við að þátttaka í opinberri umfjöllun núna gæti skaðað réttarstöðu Olís og einstaklinga á síðari stigum þannig að stjórnendur muni ekki tjá sig nánar að svo stöddu. Þegar tilkynning forstjóra Olís er skoðuð nánar, en hann var líka forstjóri á samráðstímabilinu, kemur í ljós að hann eyðir 21 orði í afsökunarbeiðnina, hundrað orðum meira - eða 121 orði - í gagnrýni á Samkppnisstofnun, og 37 orðum í að biðja félaginu griða almennings þar til málið hefur fengið umfjöllun í rétarkerfi landsins. Annar tónn er í yfirlýsingu frá Gunnari Karli Guðmundssyni, forstjóra Skeljungs, sem reyndar var aðstoðarforstjóri hluta samráðstímabilsins. Þar eru viðskiptavinir félagsins beðnir afsökunar á því sem miður fór á þessum árum og starfsfólk félagsins er beðið afsökunar á þeim óþægindum sem það hefur orðið fyrir upp á síðkastið vegna málsins, um leið og því er þakkað góð frammistaða og samstaða á þessum erfiðu tímum. Þarna biðja stjórnendur Skeljungs sem sagt hinn almenna starfsmann, sem engan þátt hefur átt í samráðinu, afsökunar á framferði fyrri eigenda félagsins en á það er að líta að núverandi eigendur eru allir nýir og tóku ekki þátt í samráðinu. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Olíufélögin Essó, Skeljungur og Olís hafa nú öll beðist afsökunar á ólöglegu samráði félaganna um verðlagningu en gera það með býsna mismunandi hætti. Stjórn, stjórnendur og almennir starfsmenn olíufélagsins Essó harma þátt félagsins í samráði íslenskra olíufélaga á árum áður, eins og það er orðað, og biðjast afsökunar fyrir hönd fyrirtækisins í heilsíðuauglýsingu í dagblöðunum í morgun. Fremstur á hópmynd í auglýsingunni er Hjörleifur Jakobsson forstjóri sem vann hjá Eimskipum meðan á samráðinu stóð. Athygli vekur að Essó notar ekki tækifærið til að kasta rýrð að vinnubrögðum Samkeppnisstofnunar í málinu, eins og Einar Benediktsson, forstjóri Olís, gerði í tilkynningu sem hann sendi fjölmiðlum í gær, án þess að rökstyðja það nánar. Hann ber því hins vegar við að þátttaka í opinberri umfjöllun núna gæti skaðað réttarstöðu Olís og einstaklinga á síðari stigum þannig að stjórnendur muni ekki tjá sig nánar að svo stöddu. Þegar tilkynning forstjóra Olís er skoðuð nánar, en hann var líka forstjóri á samráðstímabilinu, kemur í ljós að hann eyðir 21 orði í afsökunarbeiðnina, hundrað orðum meira - eða 121 orði - í gagnrýni á Samkppnisstofnun, og 37 orðum í að biðja félaginu griða almennings þar til málið hefur fengið umfjöllun í rétarkerfi landsins. Annar tónn er í yfirlýsingu frá Gunnari Karli Guðmundssyni, forstjóra Skeljungs, sem reyndar var aðstoðarforstjóri hluta samráðstímabilsins. Þar eru viðskiptavinir félagsins beðnir afsökunar á því sem miður fór á þessum árum og starfsfólk félagsins er beðið afsökunar á þeim óþægindum sem það hefur orðið fyrir upp á síðkastið vegna málsins, um leið og því er þakkað góð frammistaða og samstaða á þessum erfiðu tímum. Þarna biðja stjórnendur Skeljungs sem sagt hinn almenna starfsmann, sem engan þátt hefur átt í samráðinu, afsökunar á framferði fyrri eigenda félagsins en á það er að líta að núverandi eigendur eru allir nýir og tóku ekki þátt í samráðinu.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira