Erlent

Leyniskyttur skutu verktaka

Leyniskyttur skutu til bana fjóra írakska verktaka sem voru á leið frá bandarískri herstöð í morgun. Átök í Írak hafa farið harðnandi undanfarið en bandarískir hermenn hafa ráðist til atlögu á borgina Fallujah. Uppreisnarmenn hafa haft aðsetur í borginni. Í gær var lýst yfir sextíu daga neyðarástandi í Írak. Stjórnvöld í landinu hafa sagt að þau muni af hörku reyna að brjóta niður þá uppreisn sem er í landinu, sérstaklega í Fallujah. Mikilvægt sé að koma á stöðugleika í landinu fyrir kosningarnar sem halda á í janúar. Bandaríski herinn segir að á bilinu 1000-6000 uppreisnarmenn séu í felum í Fallujah.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×