Innlent

Essó harmar þátt sinn

Stjórn, stjórnendur og starfsmenn Olíufélagsins Essó harma þátt félagsins í samráði íslenskra olíufélaga á árum áður og biðjast afsökunar fyrir hönd fyrirtækisins í heilsíðu auglýsingu í Morgunblaðinu í dag. Athygli vekur að Essó notar ekki tækifærið til að kasta rýrð á vinnubrögð Samkeppnisstofnunar í málinu eins og forstjóri Olís gerði í gær, án þess að rökstyðja það nánar. Hann bar því við að þátttaka í opinberri umfjöllun núna gæti skaðað réttarstöðu Olís og einstaklinga á síðari stigum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×