Innlent

Vilja að kennarar snúi sáttir

Foreldrar vilja væntanlega að börnin komist sem fyrst í skóla sem skýrir niðurstöðu könnunarinnar, segir Elín Thorarensen, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla - landssamtaka foreldra. Um 61 prósent þeirra sem afstöðu tóku í skoðanakönnun Fréttablaðsins taldi að setja ætti lög á verkfall kennara hæfist það á ný. "Við hjá Heimili og skóla höfum tekið þá afstöðu að við erum á móti lögum á verkfall kennara á þeim grundvelli að við teljum að það sé slæmt að fá ósátta kennara inn í skólana. Við gætum þá verið að horfa á fjölda uppsagna í vor. Við viljum að það finnist lausn á málinu þannig að kennarar komi sáttir til starfa og góður vinnufriður verði innan skólanna." Elín segir fólk fyrst og fremst horfa á mikilvægi menntunar barnanna og að þau fái að halda áfram í skólanum og verði ekki aftur send heim. Hún segir foreldra 10. bekkinga áhyggjufyllsta því þeir nemendur þurfi að huga að náminu og ná viðunandi einkunnum til framhaldsnáms.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×