Erlent

Fjölmiðlar hafa varann á sér

"Við viljum frekar vera síðust en að hafa rangt fyrir okkur," sagði Dan Rather hjá CBS og endurómaði þar þankagang margra sem vilja öðru fremur forðast að gera sömu mistök og fyrir fjórum árum þegar sjónvarpsstöðvarnar lýstu yfir sigri George W. Bush þegar raunin var sú að staðan var enn of jöfn til að hægt væri að spá fyrir um úrslit. Talað hefur verið um að mistök fréttastofa sjónvarpsstöðvanna hafi átt sinn þátt í því að baráttan í Flórída varð jafn illvíg og raun ber vitni. Almenningur tók stöðvarnar trúanlegar og missti vissa trú á þeim þegar í ljós kom að sérfræðingar þeirra höfðu gert mistök. Fleiri tóku yfirlýsingu stöðvanna trúanlega. Al Gore, varaforseti og forsetaframbjóðandi demókrata, hringdi í Bush og ætlaði að viðurkenna ósigur sinn en var bent á það á síðustu stundu af aðstoðarmönnum sínum að líklega hefðu sérfræðingar stöðvanna gert mistök.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×