Innlent

Villandi atkvæðaseðlar

Borið hefur á að kennurum finnist atkvæðaseðlar um miðlunartillögu ríkissáttasemjara villandi. Samkvæmt spjallsíðu kennara á vef Kennarafélags Reykjavíkur eru orðin já og nei rituð á seðilinn hlið við hlið. Kennarar velta fyrir sér hvernig þeir geti greitt atkvæði sitt svo rétt skiljist. Engin kjörgögn hafi fylgt kjörseðlunum. Eiríkur Jónsson formaður Kennarasambands Íslands segir málið einfalt, áhyggjurnar óþarfar og búið að leysa með kynningu. Langt sé á milli orðanna og sé vilji kennara ljós sé seðillinn gildur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×