Hlaupið kom gosinu af stað 2. nóvember 2004 00:01 Skeiðarárhlaupið virðist hafa komið gosinu af stað sem er þá í fyrsta sinn í 70 ár sem það gerist. Öskufalls vegna gossins í Grímsvötnum hefur orðið vart á Austurlandi, meðal annars á Möðrudal á Fjöllum. Yfirdýralæknir hefur ráðlagt bændum, og þá sérstaklega á austanverðu landinu, að taka fé sitt á hús svo það skaðist ekki af ösku en það getur fengið flúoreitrun af öskunni. Eldgosið sem hófst í Grímsvötnum í gærkvöldi er sunnar og vestar en hefðbundnar gosstöðvar og er íshellan þar mun þykkari. Því verður meiri bráðnun en í venjulegu Grímsvatnagosi og er þegar farið að magnast hlaupið ofan til í Skeiðará. Sama er að segja um Gígjukvísl og fleiri ár. Gosið virtist í fyrstu vera talsvert öflugra en síðasta gos árið 1998 því gosstrókurinn núna náði 13 kílómetra hæð í nótt samkvæmt ratsjá Veðurstofunnar en hann náði hæst um það bil tíu kílómetra hæð fyrir sex árum. Vegna þessa var allri þotuumferð á íslenska flugstjórnarsvæðinu í nótt beint suður fyrir landið og er svo enn. Magnús Tumi Guðmundsson jarðvísindamaður segir gosstöðvarnar fimm kílómetrum vestar en gosstöðvarnar voru í gosunum 1998 og 1934. Hann segir þetta ekkert stórgos en það hefur þó brætt töluverða geil í suðvesturhorni jökulsins og það vatn fer niður í Grímsvötn og bætir í hlaupið sem var í gangi í Skeiðará. Talið er að Skeiðarárhlaupið hafi létt svo á fargi yfir gosstöðvunum að gosefni hafi átt greiðan aðgang upp úr jarðskorpunni þannig að hlaupið hafi komið gosinu af stað. Það er þá í fyrsta sinn í 70 ár sem atburðarrásin er þannig en einmitt það gæti dregið úr krafti hlaupsins í Skeiðará því rennslið hefur nú á lengri tíma þótt bráðnunin verði að líkindum meiri nú en áður. Veginum yfir Skeiðarársand var lokað til öryggis á miðnætti en hefur nú verið opnaður aftur. Grannt er fylgst með rennsli í ánni og verður veginum lokað aftur ef hlaupið vex umtalvert. Vegna hugsanlegra gosefna í lofti hefur Flugfélag Íslands slegið flugi til Egilsstaða, Þórshafnar og Vopnafjarðar á frest en flogið er með Austfjarðafarþega á milli Reykjavíkur og Akureyrar og svo ekið að austan til Akureyrar eða til baka. Mikil og stöðug skjálftavirkni hófst um áttaleytið í gærkvöldi en hjaðnaði svo rétt fyrir tíu sem gefur til kynna að þá hafi eldgosið náð upp úr íshellunni. Slæmt skyggni hefur verið á vettvangi í nótt en eldglæringar sáust frá Egilsstöðum og Kárahnjúkum í nótt. Eldgos og jarðhræringar Fréttir Innlent Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Þungar vikur framundan Innlent Fleiri fréttir Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Sjá meira
Skeiðarárhlaupið virðist hafa komið gosinu af stað sem er þá í fyrsta sinn í 70 ár sem það gerist. Öskufalls vegna gossins í Grímsvötnum hefur orðið vart á Austurlandi, meðal annars á Möðrudal á Fjöllum. Yfirdýralæknir hefur ráðlagt bændum, og þá sérstaklega á austanverðu landinu, að taka fé sitt á hús svo það skaðist ekki af ösku en það getur fengið flúoreitrun af öskunni. Eldgosið sem hófst í Grímsvötnum í gærkvöldi er sunnar og vestar en hefðbundnar gosstöðvar og er íshellan þar mun þykkari. Því verður meiri bráðnun en í venjulegu Grímsvatnagosi og er þegar farið að magnast hlaupið ofan til í Skeiðará. Sama er að segja um Gígjukvísl og fleiri ár. Gosið virtist í fyrstu vera talsvert öflugra en síðasta gos árið 1998 því gosstrókurinn núna náði 13 kílómetra hæð í nótt samkvæmt ratsjá Veðurstofunnar en hann náði hæst um það bil tíu kílómetra hæð fyrir sex árum. Vegna þessa var allri þotuumferð á íslenska flugstjórnarsvæðinu í nótt beint suður fyrir landið og er svo enn. Magnús Tumi Guðmundsson jarðvísindamaður segir gosstöðvarnar fimm kílómetrum vestar en gosstöðvarnar voru í gosunum 1998 og 1934. Hann segir þetta ekkert stórgos en það hefur þó brætt töluverða geil í suðvesturhorni jökulsins og það vatn fer niður í Grímsvötn og bætir í hlaupið sem var í gangi í Skeiðará. Talið er að Skeiðarárhlaupið hafi létt svo á fargi yfir gosstöðvunum að gosefni hafi átt greiðan aðgang upp úr jarðskorpunni þannig að hlaupið hafi komið gosinu af stað. Það er þá í fyrsta sinn í 70 ár sem atburðarrásin er þannig en einmitt það gæti dregið úr krafti hlaupsins í Skeiðará því rennslið hefur nú á lengri tíma þótt bráðnunin verði að líkindum meiri nú en áður. Veginum yfir Skeiðarársand var lokað til öryggis á miðnætti en hefur nú verið opnaður aftur. Grannt er fylgst með rennsli í ánni og verður veginum lokað aftur ef hlaupið vex umtalvert. Vegna hugsanlegra gosefna í lofti hefur Flugfélag Íslands slegið flugi til Egilsstaða, Þórshafnar og Vopnafjarðar á frest en flogið er með Austfjarðafarþega á milli Reykjavíkur og Akureyrar og svo ekið að austan til Akureyrar eða til baka. Mikil og stöðug skjálftavirkni hófst um áttaleytið í gærkvöldi en hjaðnaði svo rétt fyrir tíu sem gefur til kynna að þá hafi eldgosið náð upp úr íshellunni. Slæmt skyggni hefur verið á vettvangi í nótt en eldglæringar sáust frá Egilsstöðum og Kárahnjúkum í nótt.
Eldgos og jarðhræringar Fréttir Innlent Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Þungar vikur framundan Innlent Fleiri fréttir Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Sjá meira