Ákveðið í samráði við kennara 1. nóvember 2004 00:01 Kennarar urðu öskureiðir í morgun þegar fréttist að sveitarfélögin ætluðu ekki að greiða laun fyrir nóvember. Í Valhúsaskóla voru börnin send heim til sín aftur. Stefán Jón Hafstein segir að ákvörðun um þetta hafi verið tekin í samráði við kennaraforystuna. Fallið hefur verið frá þessari fyrirætlan í öllum stærstu sveitarfélögunum. Sveitarstjórnarmenn segja að þetta hafi verið ákveðið á föstudag í samráði við forystu kennara sem ekki hafi gert neinar athugasemdir. Þetta hafi einungis verið skuldajöfnun. Kennarar hafi fengið greidd laun út september en hætt vinnu vegna verkfallsins þann tuttugasta. Spurður hvort það hefði ekki sent hlýlegri skilaboð til kennara að greiða launin út strax í morgun segir Stefán Jón Hafstein, formaður fræðsluráðs Reykjavíkur, að það sé verið að senda „hlýleg skilaboð“ hér og nú. Skipt hafi verið um skoðun þegar í ljós kom að þetta hafi ekki verið það sem kennarar áttu von á. Aðspurður hvort viðbrögð kennara hafa komið sér á óvart segir Stefán að svo virðist sem grasrótin hugsi stundum öðruvísi en forystan. Ákveðið var skömmu fyrir hádegi að hverfa frá þessu og greiða kennurum full grunnlaun fyrir nóvember. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, segist túlka þetta sem mistök því það standi skýrt í lögum að það beri að greiða laun fyrsta virka dag í hverjum mánuði. Það kæmi honum ekki á óvart að þessi mistök hefðu áhrif á atkvæðagreiðsluna um miðlunartillögu ríkissáttasemjara því fólk hefði orðið mjög reitt í dag. Vetrarfrí á Seltjarnarnesi áttu að hefjast samkvæmt námskrá í dag en hafði verið blásið af og kennarar samþykkt að vinna það af sér í yfirvinnu. Þeir hættu hins vegar snarlega við þegar tíðindin voru ljós. Í Valhúsaskóla féll því kennsla alveg niður. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingu Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingu Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sjá meira
Kennarar urðu öskureiðir í morgun þegar fréttist að sveitarfélögin ætluðu ekki að greiða laun fyrir nóvember. Í Valhúsaskóla voru börnin send heim til sín aftur. Stefán Jón Hafstein segir að ákvörðun um þetta hafi verið tekin í samráði við kennaraforystuna. Fallið hefur verið frá þessari fyrirætlan í öllum stærstu sveitarfélögunum. Sveitarstjórnarmenn segja að þetta hafi verið ákveðið á föstudag í samráði við forystu kennara sem ekki hafi gert neinar athugasemdir. Þetta hafi einungis verið skuldajöfnun. Kennarar hafi fengið greidd laun út september en hætt vinnu vegna verkfallsins þann tuttugasta. Spurður hvort það hefði ekki sent hlýlegri skilaboð til kennara að greiða launin út strax í morgun segir Stefán Jón Hafstein, formaður fræðsluráðs Reykjavíkur, að það sé verið að senda „hlýleg skilaboð“ hér og nú. Skipt hafi verið um skoðun þegar í ljós kom að þetta hafi ekki verið það sem kennarar áttu von á. Aðspurður hvort viðbrögð kennara hafa komið sér á óvart segir Stefán að svo virðist sem grasrótin hugsi stundum öðruvísi en forystan. Ákveðið var skömmu fyrir hádegi að hverfa frá þessu og greiða kennurum full grunnlaun fyrir nóvember. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, segist túlka þetta sem mistök því það standi skýrt í lögum að það beri að greiða laun fyrsta virka dag í hverjum mánuði. Það kæmi honum ekki á óvart að þessi mistök hefðu áhrif á atkvæðagreiðsluna um miðlunartillögu ríkissáttasemjara því fólk hefði orðið mjög reitt í dag. Vetrarfrí á Seltjarnarnesi áttu að hefjast samkvæmt námskrá í dag en hafði verið blásið af og kennarar samþykkt að vinna það af sér í yfirvinnu. Þeir hættu hins vegar snarlega við þegar tíðindin voru ljós. Í Valhúsaskóla féll því kennsla alveg niður.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingu Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingu Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent