Innlent

Kennsla á laugardögum

Stefán Jón sagði, að enn væri ekkert komið haldfast á blað. Hins vegar hefðu hann og starfsmenn fræðslumiðstöðvar rætt málið. Spurður hvaða hugmyndir væru uppi á borðinu í þeim efnum sagði Stefán Jón, að til greina kæmu aukakennsludagar, aukatímar og leiðsögn, en hún yrði keypt af kennurum, undir sömu formerkjum og vetrarfríin. "Það er ekki hægt að neyða kennara til neins," sagði Stefán Jón. "En það er mögulegt að stytta páskafríið, kenna á laugardögum og bjóða upp á aukatíma. Það er ýmislegt til í stöðunni og við erum að ræða þá núna. Um leið og ligur fyrir hvað verður um samninga þarf að huga frekar að þessum málum. En þetta er eitt af því sem gerist ekki nema í góðri samvinnu við kennara."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×