Innlent

Nemendur sendir heim

Kennsla var felld niður í unglingadeildum Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi í morgun eftir að vitnaðist að engin laun yrðu greidd fyrir nóvembermánuð. Kennarar eru farnir í vetrarfrí sem áður hafði verið ákveðið að fella niður.   Fréttastofu er kunnugt um að kennarar í skólum í Reykjavík hugsa sér einnig til hreyfings eftir tíðindin í morgun en þeir eiga þó ekki jafn hægt um vik þar sem þeirra vetrarfrí eiga ekki að hefjast fyrr en á mánudag. Meðal annars hittust kennarar í Réttarholtsskóla skömmu fyrir hádegið og báru saman bækur sínar. Sigfús Grétarsson, skólastjóri Valhúsaskóla, segir marga kennara hafa gert ráðstafanir sem ekki var hægt að breyta og mættu því ekki í morgun en stór hluti hafi hins vegar mætt til vinnu. Hann segir þá hafa gert ráð fyrir að þeir sem væru á fyrirframgreiddum launum færu inn á lauanskrá í upphafi mánaðar en það hafi ekki gengið eftir. Í kjölfarið hafi stór hluti kennara unglingadeildar ákveðið að fara í sitt vetrarfrí, enda í fullum rétti til þess. Nemendur þeirra kennara hafi því verið sendir heim.   



Fleiri fréttir

Sjá meira


×