Innlent

Borgarstjóri í samráði

Fram kemur í niðurstöðu samkeppnisráðs um verðsamráð olíufélaganna, að Þórólfur Árnason borgarstjóri hafi í starfi sínu sem framkvæmdastjóri markaðssviðs Essó átt þátt í samráði félaganna þegar þau buðu í olíusölu til Reykjavíkurborgar árið 1996. Segir meðal annars í tölvupósti frá Þórólfi til Geirs Magnússonar, þáverandi forstjóra Essó, að hafi hann beðið um tillögu um sameiginlega stefnu í útboðsmálum, sem forstjórarnir gætu rætt. Samkeppnisráð kemst að þeirri niðurstöðu að félögin hafi sammælst um útboðið og hvernig framlegðin af viðskiptunum myndi skiptast milli félaganna. Skeljungur hafi fengið að halda viðskiptunum en hin félögin fengu bætur fyrir. Þórólfur Árnason segir að samkeppnisráð sé fyrst og fremst að fjalla um ábyrgð fyrirtækjanna. Hann og aðrir einstaklingar hafi því ekki haft andmælarétt í þessu máli. Hann sagði rannsókn á þætti einstaklinga fara fram hjá ríkislögreglustjóra en hún hafi líklega legið niðri í tæpt ár.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×