Menning

Karelíubaka

Karelíubaka, eða Karjalan piirakka eins og hún heitir á frummálinu, er finnskur réttur sem er mjög vinsæll í heimalandinu og má segja að sé einn af þjóðarréttum Finna. Hægt er að kaupa bökuna frosna úti í næstu hverfisverslun í Finnlandi og þá í mismunandi stærðum en skemmtilegra er þó að baka hana sjálfur frá grunni. Karelíubaka með eggjasmjöri Fylling tveir bollar af vatni einn bolli af óelduðum hrísgrjónum tveir bollar af mjólk salt Brauðbotn hálfur bolli af vatni ein teskeið af salti einn bolli af rúgmjöli 1/4 bolli af hveiti Krem hálfur bolli af bráðnuðu smjöri Eggjasmjör hálfur bolli af smjöri við herbergishita tvö niðurskorin harðsoðin egg mulinn hvítur pipar (ef óskað er) engifer (ef óskað er) Aðferð Fylling Blandaðu vatni og hrísgrjónum saman í skaftpott og láttu það sjóða. Hrærðu aðeins, settu lokið á og eldaðu á lágum hita í tuttugu mínútur en hrærðu samt af og til í blöndunni. Bættu mjólkinni við, settu lokið á og eldaðu þangað til hrísgrjónin hafa drukkið í sig mjólkina og þau orðin mjúk og rjómakennd. Kryddaðu með salti. Hitaðu ofninn í 250 gráður á celsius og settu smjörpappír í ofnplötuna. Brauðbotn Vatni, salti, rúgmjöli og hveiti er blandað saman í miðlungsstóra skál til að gera stíft deig. Gerðu lengju úr deiginu og skerðu í sextán hluta. Gerðu hring úr hverjum hluta. Hafðu hveiti á borðinu og flettu úr hringnum. Dreifðu um það bil þrem matskeiðum af fyllingu á hvern hring. Brettu tvær andstæðar brúnir á botninum yfir fyllinguna og brettu brúnirnar á deiginu að miðjunni til að búa til egglaga brauðbotn. Miðja fyllingarinnar sést þá aðeins. Settu hringina á ofnplötuna. Hrærðu bráðið smjör og heita mjólk saman og smyrðu á hringina. Bakaðu í tíu til fimmtán mínútur og smyrðu einu sinni á meðan þeir bakast. Taktu hringana úr ofninum þegar brúnir þeirra eru orðnar gylltar og smyrðu smjöri og mjólkurblöndunni einu sinni yfir þá. Eggjasmjör Hrærðu í smjörinu svo það verði mjúkt viðkomu. Hrærðu eggjunum saman við. Kryddaðu með hvítum pipar og engiferi ef þess er óskað. Berðu eggjasmjörið fram við herbergishita. Kældu brauðbotnana og berðu þá fram með eggjasmjörinu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.