Menning

Upplýstir óhraustari

Þeir sem þjást af lífstíðarsjúkdómum bæta yfirleitt ekki heilsu sína með því að afla sér upplýsinga og fræðslu um þá á netinu, heldur þvert á móti. Þetta sýnir nýleg rannsókn sem Svenska dagbladet tók þátt í. Blaðið ræður fólki fremur frá því að vafra um netið í leit að lýsingum á eigin sjúkdómi. Rannsóknin var gerð á 4.000 einstaklingum sem allir voru með lífstíðarsjúkdóma, svo sem sykursýki og astma. Allir voru þeir vel upplýstir um heilsu sína en það sem kom á óvart var að þeir sem mest höfðu lesið um sjúkdóminn á netinu lifðu ekki heilsusamlegra lífi, heldur þvert á móti. Ein af ástæðunum er talin sú að þeir teldu sig oft vita betur en læknarnir og færu því síður að þeirra ráðum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.