Innlent

Hálfgert neyðarástand

"Ég tel að setja þurfi lög á verkfall kennara leysist deilan ekki fljótlega," segir Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á Ísafirði. "Þetta er að verða hálfgert neyðarástand." Halldór telur alversta kost sveitarfélaganna að semja sér við sína kennara. "Þetta fyrirkomulag með sameiginlega launanefnd fyrir sveitarfélögin er afar mikilvægt," segir hann. "Sveitarfélögin eiga ekkert auðveldara með að semja á þeim nótum sem kennarar leggja fram þótt þeir semji hver í sínu lagi."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×