15 prósenta launahækkun hafnað 22. október 2004 00:01 Sáttatillaga ríkissáttasemjara í kennaradeilunni hefði falið í sér um 25 prósenta útgjaldaauka fyrir sveitarfélögin eða ríflega 15 prósenta launahækkun fyrir velflesta kennara. Samninganefnd sveitarfélaganna samþykkti fyrir sitt leyti þessa sáttatillögu en kennarar höfnuðu henni. Það kom mörgum í opna skjöldu þegar skyndilega slitnaði upp úr viðræðum gunnskólakennara og sveitarfélaga undir kvöld í gær. Vonir höfðu verið bundnar við að málamiðlunartillaga, sem ríkissáttasemjari lagði fyrir deiluaðila í gær, yrði samþykkt, enda væri þar verið að fara bil beggja. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var tillaga sáttasemjara tvíþætt: Annars vegar var fjallað um vinnutímaákvæði, sem nokkur sátt ríkti um, og hins vegar launaliðinn. Það var þar sem upp úr slitnaði. Samninganefnd kennara lagði upp í þetta verkfall með kröfur sem hefðu þýtt um 30-35% kostnaðarauka fyrir sveitafélögin en fréttastofa hefur upplýsingar um það að sáttatillaga ríkissáttasemjara hafi hljóðað upp á um 25% kostnaðarauka sveitafélaganna vegna kjarasamningsins. Þá er verið að tala um heildarkostnaðarauka, með vinnutímabreytingu og tilheyrandi. Þetta hefði skilað sér í 15,5% launahækkun kennara yfir þrítugu. Rétt er að taka fram að deiluaðilar eru sammála um það markmið að hækka laun kennara undir þrítugu mun meira en annarra, enda gekk þessi sáttatillaga út frá því að þeir myndu bera meira úr bítum. Samninganefnd sveitarfélaga samþykkti þessa tillögu fyrir sitt leyti en telur sig hafa farið út á ystu nöf hvað varðar bolmagn til að fjármagna slíkan samning. Nefndin hefur nú dregið í land og ætlar ekki að gera þessa sáttatillögu að tilboði sínu í framhaldinu. Samninganefnd kennara taldi sig hins vegar alls ekki geta samþykkt þessa tillögu sáttasemjara á þeirri forsendu að kennarar myndu aldrei samþykkja hana í atkvæðagreiðslu, enda hafi tillagan ekki farið alveg bil beggja og lægi nær launahugmyndum sveitafélaganna en kennara. Að auki krefjast kennarar þess að uppsagnarákvæði verði sett inn í samninginn. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Sjá meira
Sáttatillaga ríkissáttasemjara í kennaradeilunni hefði falið í sér um 25 prósenta útgjaldaauka fyrir sveitarfélögin eða ríflega 15 prósenta launahækkun fyrir velflesta kennara. Samninganefnd sveitarfélaganna samþykkti fyrir sitt leyti þessa sáttatillögu en kennarar höfnuðu henni. Það kom mörgum í opna skjöldu þegar skyndilega slitnaði upp úr viðræðum gunnskólakennara og sveitarfélaga undir kvöld í gær. Vonir höfðu verið bundnar við að málamiðlunartillaga, sem ríkissáttasemjari lagði fyrir deiluaðila í gær, yrði samþykkt, enda væri þar verið að fara bil beggja. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var tillaga sáttasemjara tvíþætt: Annars vegar var fjallað um vinnutímaákvæði, sem nokkur sátt ríkti um, og hins vegar launaliðinn. Það var þar sem upp úr slitnaði. Samninganefnd kennara lagði upp í þetta verkfall með kröfur sem hefðu þýtt um 30-35% kostnaðarauka fyrir sveitafélögin en fréttastofa hefur upplýsingar um það að sáttatillaga ríkissáttasemjara hafi hljóðað upp á um 25% kostnaðarauka sveitafélaganna vegna kjarasamningsins. Þá er verið að tala um heildarkostnaðarauka, með vinnutímabreytingu og tilheyrandi. Þetta hefði skilað sér í 15,5% launahækkun kennara yfir þrítugu. Rétt er að taka fram að deiluaðilar eru sammála um það markmið að hækka laun kennara undir þrítugu mun meira en annarra, enda gekk þessi sáttatillaga út frá því að þeir myndu bera meira úr bítum. Samninganefnd sveitarfélaga samþykkti þessa tillögu fyrir sitt leyti en telur sig hafa farið út á ystu nöf hvað varðar bolmagn til að fjármagna slíkan samning. Nefndin hefur nú dregið í land og ætlar ekki að gera þessa sáttatillögu að tilboði sínu í framhaldinu. Samninganefnd kennara taldi sig hins vegar alls ekki geta samþykkt þessa tillögu sáttasemjara á þeirri forsendu að kennarar myndu aldrei samþykkja hana í atkvæðagreiðslu, enda hafi tillagan ekki farið alveg bil beggja og lægi nær launahugmyndum sveitafélaganna en kennara. Að auki krefjast kennarar þess að uppsagnarákvæði verði sett inn í samninginn.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Sjá meira