Samkeppnisstofnun gagnrýnd 22. október 2004 00:01 "Aðferðafræði Samkeppnisstofnunar nær á engan hátt að rökstyðja niðurstöðu þeirra á útreikningum á hagnaði olíufélaganna vegna meints samráðs," segir Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Í frumskýrslu Samkeppnisstofnunar er því haldið fram að olíufélögin Olís, Essó og Skeljungur hafi hagnast um allt að 6,7 milljarða króna vegna samráðs á árunum 1993 til 2001. Tryggvi segir að útreikningar Samkeppnisstofnunar séu órökstuddir og að skýringar á hagnaði olíufélaganna þriggja eigi sér líklega aðrar og eðlilegar skýringar. Tryggvi segir að útreikningar Samkeppnisstofnunar geta haft veigamikla þýðingu við ákvörðun hugsanlegra sekta í málinu. Samkvæmt samkeppnislögum sem giltu á stærstum hluta tímabilsins sem málið tekur til megi reikna út sektir í samræmi við þá upphæð sem hægt sé að sanna að fyrirtækin hafi hagnast um vegna samkeppnislagabrotanna. Tryggvi vann skýrslu ásamt Jóni Þór Sturlusyni, hagfræðingi við Hagfræðistofnun, að beiðni Olíuverslunar Íslands hf. sem Samkeppnisstofnun hefur verið afhent sem hluta af andsvari Olís. Tryggvi segist hafa orðið undrandi á því að útreikningar Samkeppnisstofnunar í frumskýrslunni væru ekki betur rökstuddir. "Ekki tekið tillit til þess að á hverjum tíma séu margir þættir sem hafi áhrif á verð, kostnað og hagnað fyrirtækja, eins og heimsmarkaðsverð, gengisþróun, hagsveiflu og fleira, " segir Tryggvi. Í skýrslunni er meðal annars bent á að í flestum nýlegum úrskurðum framkvæmdastofnunar Evrópusambandsins er varða ólöglegt samráð sé mikið gert úr þeirri staðreynd að vegna þess hve margir þættir verki samtímis á verðþróun vöru sé mjög erfitt að draga ályktanir um hagnað af ólöglegu samráði. "ESB hefur kosið að meta ekki það tjón í krónum talið sem samráðið hefur valdið og því eru sektir ekki reiknaðar út frá því. Í stað þess er farið eftir því hvort nægilega rökstuddur grunur sé um að samráð hafi átt sér stað og sektað í samræmi við það," segir Tryggvi. Guðmundur Sigurðsson, forstöðumaður samkeppnissviðs Samkeppnisstofnunar, vill ekki tjá sig um athugasemdir Hagfræðistofnunar. "Þetta gagn hafa olíufélögin lagt fram sem hluta af sínum andmælum í málinu. Því verður svarað á réttum vettvangi, sem er ákvörðun samkeppnisráðs," segir Guðmundur. Tryggvi Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Segist hafa orðið undrandi á því að útreikningar Samkeppnisstofnunar í frumskýrslunni væru ekki betur rökstuddir. Ekki sé tekið tillit til þess að á hverjum tíma séu margir þættir sem hafi áhrif á verð, kostnað og hagnað fyrirtækja. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
"Aðferðafræði Samkeppnisstofnunar nær á engan hátt að rökstyðja niðurstöðu þeirra á útreikningum á hagnaði olíufélaganna vegna meints samráðs," segir Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Í frumskýrslu Samkeppnisstofnunar er því haldið fram að olíufélögin Olís, Essó og Skeljungur hafi hagnast um allt að 6,7 milljarða króna vegna samráðs á árunum 1993 til 2001. Tryggvi segir að útreikningar Samkeppnisstofnunar séu órökstuddir og að skýringar á hagnaði olíufélaganna þriggja eigi sér líklega aðrar og eðlilegar skýringar. Tryggvi segir að útreikningar Samkeppnisstofnunar geta haft veigamikla þýðingu við ákvörðun hugsanlegra sekta í málinu. Samkvæmt samkeppnislögum sem giltu á stærstum hluta tímabilsins sem málið tekur til megi reikna út sektir í samræmi við þá upphæð sem hægt sé að sanna að fyrirtækin hafi hagnast um vegna samkeppnislagabrotanna. Tryggvi vann skýrslu ásamt Jóni Þór Sturlusyni, hagfræðingi við Hagfræðistofnun, að beiðni Olíuverslunar Íslands hf. sem Samkeppnisstofnun hefur verið afhent sem hluta af andsvari Olís. Tryggvi segist hafa orðið undrandi á því að útreikningar Samkeppnisstofnunar í frumskýrslunni væru ekki betur rökstuddir. "Ekki tekið tillit til þess að á hverjum tíma séu margir þættir sem hafi áhrif á verð, kostnað og hagnað fyrirtækja, eins og heimsmarkaðsverð, gengisþróun, hagsveiflu og fleira, " segir Tryggvi. Í skýrslunni er meðal annars bent á að í flestum nýlegum úrskurðum framkvæmdastofnunar Evrópusambandsins er varða ólöglegt samráð sé mikið gert úr þeirri staðreynd að vegna þess hve margir þættir verki samtímis á verðþróun vöru sé mjög erfitt að draga ályktanir um hagnað af ólöglegu samráði. "ESB hefur kosið að meta ekki það tjón í krónum talið sem samráðið hefur valdið og því eru sektir ekki reiknaðar út frá því. Í stað þess er farið eftir því hvort nægilega rökstuddur grunur sé um að samráð hafi átt sér stað og sektað í samræmi við það," segir Tryggvi. Guðmundur Sigurðsson, forstöðumaður samkeppnissviðs Samkeppnisstofnunar, vill ekki tjá sig um athugasemdir Hagfræðistofnunar. "Þetta gagn hafa olíufélögin lagt fram sem hluta af sínum andmælum í málinu. Því verður svarað á réttum vettvangi, sem er ákvörðun samkeppnisráðs," segir Guðmundur. Tryggvi Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Segist hafa orðið undrandi á því að útreikningar Samkeppnisstofnunar í frumskýrslunni væru ekki betur rökstuddir. Ekki sé tekið tillit til þess að á hverjum tíma séu margir þættir sem hafi áhrif á verð, kostnað og hagnað fyrirtækja.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira