Innlent

Bandaríkjamenn eiga samúð mína

"Ég fæ þá tilfinningu að hann se fljótfær og ekki nægilega vel gefinn. Ég held líka að hann hafi vonda ráðgjafa," segir Signý. "Ég er frekar vinstrisinnuð og mikið fyrir samtryggingu og samhjálp en það er ekki mikið fyrir henni að fara í Bandaríkjunum. Dóttir mín er við nám í Bandaríkjunum og er að reyna að reka alla vini sína til að skrá sig sem kjósendur. Ég er því með lítið útibú í Bandaríkjunum þar sem verið er að reyna að hafa áhrif," segir Signý. Aðspurð segist hún ekki telja það breyta miklu fyrir bandarískt þjóðfélag ef John Kerry, frambjóðandi demókrata, nái kjöri. "Stjórnmál í Bandaríkjunum eru svo ólík því sem við eigum að venjast. Það er þó alveg á hreinu að hann getur ekki orðið verri. Áherslur hans eru örlítið meira í átt til samhjálpar enda hefur Kerry verið að tala um alla þá Bandaríkjamenn sem hafa veirð að missa heilbrigðistryggingar undanfarið. Hann leggur eilítið meiri áherslu á velferðarkerfið," segir Signý.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×