Innlent

Deilendur kallaðir á fund Halldórs

Ákveðið var á ríkisstjórnarfundi í morgun að kalla fulltrúa deilenda í kennaradeilunni á fund með Halldóri Ásgrímssyni forsætisráðherra á mánudag. Eins og fram er komið ætla samninganefndir kennara og sveitarfélaga að endurmeta stöðuna í samningaviðræðunum eftir helgi í kjölfar þess að Ríkissáttsemjari sleit viðræðum þeirra í gær og boðaði til nýs fundar eftir hálfan mánuð. Sú er staðan, nema að annar hvor deilenda óski eftir viðræðum fyrr og hafi eitthvað fram að færa til lausnar deilunni, eða þá að ríkið skerist í leikinn í ljósi fregna af ríkisstjórnarfundinum. Ríkissáttasemjari hefur undanfarna daga unnið að sáttatillögu en báðir deiluaðillar höfnuðu henni í gærkvöldi - sveitarstjórnarmenn á grundvelli þess að sveitarfélögin hefðu ekki bolmagn til að standa undir henni og kennarar á grundvelli þess að félagsmenn myndu að öllum líkindum fella samninga sem grundvallaðir væru á tillögunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×