Menning

Fljótlegt á föstudegi

Á föstudögum fagna margir lokum vinnuvikunnar með því að gera aðeins betur við sig í mat og drykk. Það sem skiptir mestu máli við þessi föstudagsblót er að undirbúningur veislunnar sé örmagna fólki eins fyrirhafnarlítill og mögulegt er. Hér er einn réttur sem hentar vel á slíkum stundum. 1 stór laukur (skorinn í fínlega fleyga) 1 hvítlauksgeiri (marinn með hnífsblaði og saxaður smátt) 5 kjúklingabringur (skornar í tvennt) 1 og 1/2 rautt epli (kjarnað og skorið í hluta) 100 g steinlausar sveskjur 150 ml eplasafi (má skipta út og nota hvítvín) lúkufylli af saxaðri steinselju ólífuolía til steikingar Steikið laukinn á háum hita í 2 mínútur og bætið þá hvítlauknum út í. Setjið því næst kjúklingabitana út í, saltið og piprið og brúnið á báðum hliðum. Bætið eplum og sveskjum í pönnuna og veltið öllu vel saman. Hellið því næst eplasafanum út í. Látið suðuna koma upp, lækkið þá hitann og látið malla í lokaðri pönnunni í 15 til 20 mínútur. Stráið að lokum saxaðri steinselju yfir og berið fram með léttsteiktum smjörbaunum og kirsuberjatómötum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×