Innlent

Útsvar hækki um 1%

Þingflokkur vinstri-grænna hefur lagt fram frumvarp sem felur í sér heimild til sveitarfélaga til að hækka útsvar um eitt prósentustig úr 13,03% í 14,03%. Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins segir að frumvarpið sé lagt fram vegna þess að sveitarfélögin sem heild hafi verið gerð upp með halla og safnað skuldum í ein og hálfan áratug. Steingrímur dregur ekki dul á að ein kveikjan að frumvarpinu sé kennaraverkfallið: "Sú spennitreyja sem sveitarfélögin eru í kristallast í yfirstandandi kennaradeilu. Alvarlegast er þó að áframhaldandi fjárhagsvandi sveitarfélaganna grefur undan þeirri mikilvægu nærþjónustu og þeim umhverfis- og velferðarverkefnum sem sveitarfélögin hafa með höndum". Vinstri grænir telja að sveitarfélögin myndu fá 5 milljarða í auknar tekjur með 1% hækkun útsvars. Þó ber þess að geta að ekki hafa öll sveitarfélög nýtt að fullu sínar heimildir og munar þar einum milljarð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×