Teflt á tæpasta vað 13. október 2004 00:01 Formaður samninganefndar sveitarfélaga segir teflt á tæpasta vað með tilboði í kennaradeilunni þar sem gengið sé lengra en í nokkrum öðrum samningum. Hann sakar kennara um óbilgirni í kjaraviðræðunum. Formaður Félags grunnskólakennara vísar því á bug. Næsti samningafundur í deilunni er ekki fyrr en á mánudaginn kemur. Staðan í kjaradeilu grunnskólakennara og sveitarfélaga er vægast sagt alvarleg. Eftir að samninganefndir funduðu hvor í sínu lagi með ríkissáttasemjara í dag var ljóst að pattstaða í kjaradeilunni er alger. Meira en vika líður á milli samningafunda því næsti samningafundur hefur ekki verið boðaður fyrr en á næsta mánudag. Áfram verða því um 45 þúsund börn að hanga heima hjá sér og bíða eftir því að samningar náist. Útlit er hins vegar fyrir að þau verði að bíða lengi. Birgir Björn Sigurjónsson, formaður samninganefndar sveitarfélaga, segir þreifingar hafa átt sér stað síðastliðna viku sem hafi verið kennurum mikilvægar. Hann segir ekki mögulegt að ganga lengra að kröfum kennara í þessari lotu. Birgir vill ekki gefa upp krónutölu í því samhengi. Fyrir nokkru buðu sveitarfélögin grunnskólakennurum 18,6 prósenta launahækkun miðað við október árið 2008 en ekki var fallist á það. Birgir segir þau svo hafa gert tillögu sem feli í sér "mun meiri kostnaðarbreytingu" fyrir sveitarfélögin en það. Honum finnst kennarar ekki hafa sýnt það í kjaraviðræðunum að þeir séu reiðubúnir að slá af kröfum sínum. Þess vegna séu þeir í þeirri stöðu sem þeir eru í í dag. Finnbogi Sigurðsson, formaður Félags grunnskólakennara, vísar því á bug. Hann segir kennara þvert á móti hafa lýst yfir miklum samningsvilja og meðal annars dregið úr kröfum. Hann segir aðeins eina lausn í málinu: meiri peninga í pakkann. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Sjá meira
Formaður samninganefndar sveitarfélaga segir teflt á tæpasta vað með tilboði í kennaradeilunni þar sem gengið sé lengra en í nokkrum öðrum samningum. Hann sakar kennara um óbilgirni í kjaraviðræðunum. Formaður Félags grunnskólakennara vísar því á bug. Næsti samningafundur í deilunni er ekki fyrr en á mánudaginn kemur. Staðan í kjaradeilu grunnskólakennara og sveitarfélaga er vægast sagt alvarleg. Eftir að samninganefndir funduðu hvor í sínu lagi með ríkissáttasemjara í dag var ljóst að pattstaða í kjaradeilunni er alger. Meira en vika líður á milli samningafunda því næsti samningafundur hefur ekki verið boðaður fyrr en á næsta mánudag. Áfram verða því um 45 þúsund börn að hanga heima hjá sér og bíða eftir því að samningar náist. Útlit er hins vegar fyrir að þau verði að bíða lengi. Birgir Björn Sigurjónsson, formaður samninganefndar sveitarfélaga, segir þreifingar hafa átt sér stað síðastliðna viku sem hafi verið kennurum mikilvægar. Hann segir ekki mögulegt að ganga lengra að kröfum kennara í þessari lotu. Birgir vill ekki gefa upp krónutölu í því samhengi. Fyrir nokkru buðu sveitarfélögin grunnskólakennurum 18,6 prósenta launahækkun miðað við október árið 2008 en ekki var fallist á það. Birgir segir þau svo hafa gert tillögu sem feli í sér "mun meiri kostnaðarbreytingu" fyrir sveitarfélögin en það. Honum finnst kennarar ekki hafa sýnt það í kjaraviðræðunum að þeir séu reiðubúnir að slá af kröfum sínum. Þess vegna séu þeir í þeirri stöðu sem þeir eru í í dag. Finnbogi Sigurðsson, formaður Félags grunnskólakennara, vísar því á bug. Hann segir kennara þvert á móti hafa lýst yfir miklum samningsvilja og meðal annars dregið úr kröfum. Hann segir aðeins eina lausn í málinu: meiri peninga í pakkann.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Sjá meira