Innlent

Sekt lækkuð um 85% í hæstarétti

Samkeppnisráð dæmdi Mata til að greiða 30 milljónir í sekt. Málinu var vísað til áfrýjunarnefndar samkeppnismála sem lækkaði sektina í 5 milljónir, eða um 85 prósent. Sektin var lækkuð í héraðsdómi í 3 milljónir en hæstiréttur staðfesti síðan sektarfjárhæð áfrýjunarnefndar. Íslensk samkeppnislög gera hins vegar ráð fyrir því að sekta megi fyrirtæki fyrir brot á samkeppnislögum um upphæð er nemur allt að 10 prósentum af veltu. "Mér fannst ansi bratt á sínum tíma að Samkeppnisráð nýtti sér efstu mörk löggjafarinnar varðandi sektarfjárhæð," segir Þórunn. Hún bendir á að aðrir dómar vegna brota á samkeppnislögum sýni sömu tilhneygingu. "Í dómum vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu hafa sektir verið helmingaðar frá því er Samkeppnisráð krafðist," segir Þórunn og bendir á dóm í máli Skífunnar er sekt var lækkuð úr 25 milljónum í 12.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×