Verkalýðsfélög deila um gjöld 13. október 2004 00:01 Óánægja er meðal félagsmanna í Verkalýðs- og sjómannafélagi Sandgerðis sem vinna á Keflavíkurflugvelli, því vinnuveitandi þeirra greiðir félagsgjöld þeirra til Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur. Um níutíu starfsmenn vinna hjá IGS á Keflavíkurflugvelli við að ferma flugvélar og í vöruskemmu. Flestir þeirra eru skráðir í félagið í Sandgerði en IGS greiðir sjúkrasjóðsgjald, félagsgjald og í orlofssjóð, samtals rúm tvö prósent af launum, til félagsins í Keflavík. Í heild gætu greiðslurnar numið um fjórum milljónum króna á ári. Baldur G. Matthíasson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Sandgerðis, segir allt á suðupunkti hjá starfsmönnum IGS. "Þessir menn eru skráðir félagsmenn í Sandgerði og atvinnurekandanum ber að geiða gjöldin þar því völlurinn er innan vinnusvæðis Sandgerðis. Hann tekur hins vegar hinn kostinn, líklega til að umbuna Keflvíkingum fyrir linkind í kjaraviðræðum." Baldur segir Kristján Gunnarsson, formann Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, reyna að sölsa undir sig land. "Samstarfsviljinn hjá Kristjáni er enginn. Ég, formaður félagsins í Sandgerði, greiði gjöld í Keflavík. Þetta heitir á lagamáli fjárdráttur en er annars nefnt þjófnaður." Einstaklingur sem var trúnaðarmaður félagsins í Sandgerði kærði málið og er búist við því að niðurstaða fáist í Hæstarétti í nóvember. Halldór Bachman lögmaður flytur málið. Hann segir að krafa sé gerð um að félagsgjöldin verði greidd í Sandgerði. "Vinnuveitandinn getur ekki tekið það upp hjá sjálfum sér að greiða félagsgjöldin eitthvert annað." Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, segir að fyrirtækið sé með kjarasamning við sitt félag en ekki félagið í Sandgerði. Hann segir að í tugi ára hafi Flugstöð Leifs Eiríkssonar fallið undir félagssvæði Keflavíkur samkvæmt lögum Alþýðusambandsins. Starfsmenn í Leifsstöð geti skráð sig í hvaða félag sem er en þeir muni áfram greiða gjöldin í Keflavík. Halldór Bachman segir hins vegar að réttur stéttarfélaganna til að innheimta gjöld sé bundin við svæði og að flugstöðin sé öll á félagssvæði stéttarfélagsins í Sandgerði samkvæmt landamörkum. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Innlent Fleiri fréttir Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Myndband sýnir bíræfinn vasaþjófnað við Geysi Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Sjá meira
Óánægja er meðal félagsmanna í Verkalýðs- og sjómannafélagi Sandgerðis sem vinna á Keflavíkurflugvelli, því vinnuveitandi þeirra greiðir félagsgjöld þeirra til Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur. Um níutíu starfsmenn vinna hjá IGS á Keflavíkurflugvelli við að ferma flugvélar og í vöruskemmu. Flestir þeirra eru skráðir í félagið í Sandgerði en IGS greiðir sjúkrasjóðsgjald, félagsgjald og í orlofssjóð, samtals rúm tvö prósent af launum, til félagsins í Keflavík. Í heild gætu greiðslurnar numið um fjórum milljónum króna á ári. Baldur G. Matthíasson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Sandgerðis, segir allt á suðupunkti hjá starfsmönnum IGS. "Þessir menn eru skráðir félagsmenn í Sandgerði og atvinnurekandanum ber að geiða gjöldin þar því völlurinn er innan vinnusvæðis Sandgerðis. Hann tekur hins vegar hinn kostinn, líklega til að umbuna Keflvíkingum fyrir linkind í kjaraviðræðum." Baldur segir Kristján Gunnarsson, formann Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, reyna að sölsa undir sig land. "Samstarfsviljinn hjá Kristjáni er enginn. Ég, formaður félagsins í Sandgerði, greiði gjöld í Keflavík. Þetta heitir á lagamáli fjárdráttur en er annars nefnt þjófnaður." Einstaklingur sem var trúnaðarmaður félagsins í Sandgerði kærði málið og er búist við því að niðurstaða fáist í Hæstarétti í nóvember. Halldór Bachman lögmaður flytur málið. Hann segir að krafa sé gerð um að félagsgjöldin verði greidd í Sandgerði. "Vinnuveitandinn getur ekki tekið það upp hjá sjálfum sér að greiða félagsgjöldin eitthvert annað." Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, segir að fyrirtækið sé með kjarasamning við sitt félag en ekki félagið í Sandgerði. Hann segir að í tugi ára hafi Flugstöð Leifs Eiríkssonar fallið undir félagssvæði Keflavíkur samkvæmt lögum Alþýðusambandsins. Starfsmenn í Leifsstöð geti skráð sig í hvaða félag sem er en þeir muni áfram greiða gjöldin í Keflavík. Halldór Bachman segir hins vegar að réttur stéttarfélaganna til að innheimta gjöld sé bundin við svæði og að flugstöðin sé öll á félagssvæði stéttarfélagsins í Sandgerði samkvæmt landamörkum.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Innlent Fleiri fréttir Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Myndband sýnir bíræfinn vasaþjófnað við Geysi Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Sjá meira