Erlent

Styðja Þjóðverjar Íraksstríðið?

Breyting virðist hafa orðið á afstöðu þýskra stjórnvalda til stríðsreksturs í Írak, þó að Gerhard Schröder kanslari þvertaki fyrir það. Peter Struck, varnarmálaráðherra Þýskalands, sagði í viðtalið við þarlent dagblaði í gær að til greina kæmi að Þjóðverjar sendu hersveitir til Íraks, yrði breyting á ástandinu þar. Schröder sagði hins vegar í morgun að slíkt væri ekki til umræðu og að Þjóðverjar væru jafnmótfallnir stríðinu í Írak og áður.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×