Innlent

Halldór skýrir skatta

Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra ætlar að boða forystu verkalýðshreyfingarinnar á sinn fund til að skýra skattastefnu stjórnvalda. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar krafði Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra svara á Alþingi í gær um gagnrýni Alþýðusambands Íslands á fjárlagafrumvarpið. Össur vitnaði til þeirra orða miðstjórnar Alþýðusambands Íslands að forsendur kjarasamninga væru í uppnámi enda væri skattastefna stjórnarinnar sem "olía á eld" í væntanlegum kjarasamningum. "Það er mjög sjaldgæft að verkalýðshreyfingin rísi upp til svo hatrammra mótmæla" sagði Össur. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra svaraði því til að hann væri ósammála ályktuninni og hann ætlaði að eiga fund með forystu verkalýðshreyfingarinnar til að fara yfir þessi mál. "Það er ágætur tekjuafgangur af ríkissjóði og fyrirsjáanlegur kaupmáttaraukning vegna skattalækkana." Benti Halldór á að ekki væri hægt að draga slíkar álytkanir um skattamál fyrr en ákveðið hefði verið hve mikið og á hvern hátt barnabætur yrðu hækkaðar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×