Erlent

Aftaka Bigleys á Netinu

Myndbandið sem sýnir aftöku breska gíslsins Kenneths Bigleys birtist á íslamskri vefsíðu í dag. Áður en hinn 62 ára gamli verkfræðingur er afhöfðaður talar hann til Tonys Blairs, forsætisráðherra Bretlands, og ríkisstjórnar hans þar sem hann segist eiga stutt eftir ólifað. „Þú virðist ekki hafa gert neitt til að hjálpa mér. Ég er ekki flókinn maður. Ég er einfaldur maður sem vill bara lifa einföldu lífi með fjölskyldu sinni. Þolinmæði þessa fólks er að þrotum komin. Ég bið þig, bið þig um að fara að kröfum þeirra, að frelsa konurnar í Abu Ghraib fangelsinu. Ef þú gerir það er vandamálið leyst,“ segir Bigley. Að þessu sögðu byrjar einn mannræningjanna að skera Bretann á háls þar til höfuðið er af. Loks öskra mennirnir: „Guð er mestur!“  



Fleiri fréttir

Sjá meira


×