Börnum fækkar í borginni 6. október 2004 00:01 Börnum upp að fimm ára aldri fækkaði um rúm fimm prósent í Reykjavík frá árinu 1994 til ársins 2003, úr 7.626 í 7.224. Á sama tíma fjölgaði börnum á þessum aldri í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu um 548. Þar af fjölgaði þeim mest í Kópavogi, um 528, og í Mosfellsbæ, um 146. Þeim fækkaði hins vegar á Seltjarnarnesi um 121 og um 41 í Garðabæ . Guðlaugur Þór Þórðarson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir þetta undarlega þróun á sama tíma og stórfelldir fólksflutningar til höfuðborgarsvæðisins eigi sér stað. Fækkun barna á sama tíma sýni það svart á hvítu að barnafjölskyldur séu að flytja úr borginni. ,,Ástæðurnar fyrir því að þessar fjölskyldur flytja á brott eru lóðaskortur og andstaða Reykjavíkurlistans við byggingu sérbýlishúsa. Öll áherslan er lögð á byggingu fjölbýlishúsa og til dæmis er aðeins gert ráð fyrir að sex prósent af húsum í fyrirhuguðu Úlfarsfellshverfi verði einbýlishús." Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans, segir að börnum á þessum aldri fækki á landinu öllu og því sé eðlilegt að það komi líka fram í Reykjavík. "Fæðingatíðni er að lækka og það er meginskýringin. Þannig hefur leikskólabörnum fækkað um 1.100 á landinu öllu frá árinu 1997. Það er hins vegar Kópavogur sem sker sig úr. Hins vegar hefur börnum á grunnskólaaldri fjölgað um 1.600 í Reykjavík frá árinu 1994. Þannig að þetta er flókin mynd og það er engin ein ástæða fyrir þessu eins og sjálfstæðismenn halda fram." Guðlaugur Þór segir borgina missa tekjur á þessari þróun til hinna sveitarfélagana á höfuðborgarsvæðinu. Tölur um tekjuaukningu þeirra sýni fram á það, en frá árinu 1992 hafi skatttekjur Reykjavíkurborgar aukist um sjötíu prósent á meðan skatttekjur annarra sveitarfélag á þessu svæði hafi aukist frá 92 prósentum upp í 102 prósent. Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira
Börnum upp að fimm ára aldri fækkaði um rúm fimm prósent í Reykjavík frá árinu 1994 til ársins 2003, úr 7.626 í 7.224. Á sama tíma fjölgaði börnum á þessum aldri í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu um 548. Þar af fjölgaði þeim mest í Kópavogi, um 528, og í Mosfellsbæ, um 146. Þeim fækkaði hins vegar á Seltjarnarnesi um 121 og um 41 í Garðabæ . Guðlaugur Þór Þórðarson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir þetta undarlega þróun á sama tíma og stórfelldir fólksflutningar til höfuðborgarsvæðisins eigi sér stað. Fækkun barna á sama tíma sýni það svart á hvítu að barnafjölskyldur séu að flytja úr borginni. ,,Ástæðurnar fyrir því að þessar fjölskyldur flytja á brott eru lóðaskortur og andstaða Reykjavíkurlistans við byggingu sérbýlishúsa. Öll áherslan er lögð á byggingu fjölbýlishúsa og til dæmis er aðeins gert ráð fyrir að sex prósent af húsum í fyrirhuguðu Úlfarsfellshverfi verði einbýlishús." Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans, segir að börnum á þessum aldri fækki á landinu öllu og því sé eðlilegt að það komi líka fram í Reykjavík. "Fæðingatíðni er að lækka og það er meginskýringin. Þannig hefur leikskólabörnum fækkað um 1.100 á landinu öllu frá árinu 1997. Það er hins vegar Kópavogur sem sker sig úr. Hins vegar hefur börnum á grunnskólaaldri fjölgað um 1.600 í Reykjavík frá árinu 1994. Þannig að þetta er flókin mynd og það er engin ein ástæða fyrir þessu eins og sjálfstæðismenn halda fram." Guðlaugur Þór segir borgina missa tekjur á þessari þróun til hinna sveitarfélagana á höfuðborgarsvæðinu. Tölur um tekjuaukningu þeirra sýni fram á það, en frá árinu 1992 hafi skatttekjur Reykjavíkurborgar aukist um sjötíu prósent á meðan skatttekjur annarra sveitarfélag á þessu svæði hafi aukist frá 92 prósentum upp í 102 prósent.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira