Menning

Reykingar kvenna minnka

Reykingar íslenskra kvenna hafa dregist saman um 10% á 13 árum. Þetta kemur fram í fréttapistli heilbrigðisráðuneytisins. Fjórðungur íslenskra karlmanna reykti daglega árið 2003 á móti 19% íslenskra kvenna samkvæmt samnorrænni rannsókn á reykingum Norðurlandabúa. Árið 2003 reyktu 18% sænskra kvenna, 24% danskra kvenna og 25% kvenna í Noregi. Reykingar kvenna hafa dregist allmikið saman á undanförnum árum á Norðurlöndum fyrir utan Finnland. Karlar á Norðurlöndunum reykja alls staðar meira en konur nema í Svíþjóð. Þar reykja 17% karlmanna og 18% kvenna miðað við upplýsingar ársins 2003. Svíþjóð er fyrsta iðnvædda landið sem hefur náð því markmiði Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar að innan við 20% af hvoru kyni reyki. Að einhverju leyti kann þetta að skýrast af notkun Svía á munntóbaki (snus) því nú eru fleiri sænskir karlar sem nota það en þeir sem reykja. Síðast þegar þetta var skoðað kom í ljós að 20% sænskra karla notuðu ,,snus" og af þeim hópi hafði rúmur helmingur reykt áður.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.