Menning

Gúrú

Ég skrifa þessa stuttu útskýringu á hugtakinu gúrú vegna ofnotkunar og misnotkunar þess í fjölmiðlum síðastliðin ár og mánuði. Orðið gúrú er upphaflega úr sanskrít og þýðir sá sem ryður burt myrkri með ljósi eða sá sem ryður burt þoku. Gúrú er sá sem hjálpar einstaklingi að sjá hlutina skýrar. Gúrú er ekki bara kennari eins og sumir vilja halda fram. Aukin þekking skilar ekki endilega hugljómun. Sjálfskipaðir gúrúar eru í öllum tilfellum falskir. Kennari verður einungis gúrú þegar að nemandinn opnar sig algjörlega fyrir kenningum hans og upp hefst einskonar vitundarvakning. Margir nemendur geta setið og hlustað á sama kennarann en sökum þess að þeir eru misjafnlega móttækilegir sjá sumir gúrú á meðan að aðrir sjá venjulega manneskju. Aðstæður geta einnig þjónað sem gúrú ef þær hjálpa einstaklingnum við stórfellda vitundarvakningu. Þegar að nemandinn er reiðubúinn birtist gúrúinn. Notkun á orðinu gúrú í fjölmiðlum er yfirleitt á misskilningi byggð og því miður virðist orðið oft vera notað í niðrandi merkingu. Útskýring mín á hugtakinu gúrú er á engan hátt tæmandi en gefur lesendum vonandi smá innsýn. Til að forðast allan misskilning vil ég taka fram að ég lít ekki á mig sem gúrú. Ég er einungis kennari.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×