Beitir sér ekki fyrir kennara 30. september 2004 00:01 Reykjavíkurborg rétt eins og önnur sveitarfélög á við fjárhagsvanda að stríða, segir Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar Reykjavíkur. "Það er ljóst að fjárhagsstaða allra sveitarfélaga er þröng," segir Árni. Vandinn sé byggður á vaxandi verkefnum sveitarfélaganna. "Fjárhagsstaða sveitarfélaganna er þó misþröng og það má vel halda því fram að hún sé kannski rýmri í Reykjavík heldur en í mörgum öðrum sveitarfélögum," segir Árni. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir öllum hafa verið ljóst að skuldir borgarinnar og borgarsjóðs hafi aukist síðustu ár. Borgin geti leyst vanda sinn með sölu eigna fyrir hátt í tvo milljarða. Þá nýti borgin ekki skattprósentu sveitarfélaganna til fulls: "Borgin á ónotaðan tekjustofn sem nemur 750 milljónum króna." Árni segir að þrátt fyrir fjárhagsvanda borgarinnar og annarra sveitarfélaga sé hann ekki forsenda þess að sveitarfélögin vilji ekki hækka laun kennara umfram launahækkanir annarra. "Jafnvel þó að sveitarfélögin hefðu miklar umframtekjur myndu þau ekki allt í einu gera samninga um launahækkanir við eitt stéttarfélag sem væru langt umfram það sem gert hefur verið við aðra," segir Árni. Undir það tekur Vilhjálmur. Árni segir ekki koma til greina að Reykjavíkurborg leysi verkfall kennara með því að semja sér við sína kennara: "Við höfum framselt okkar vald til launanefndar sveitarfélaganna sem kosin er á landþingi Sambands sveitarfélaganna. Aðeins landsþingið getur breytt því og það verður ekki gert." Borgarstjórn Fréttir Innlent Kennaraverkfall Stj.mál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira
Reykjavíkurborg rétt eins og önnur sveitarfélög á við fjárhagsvanda að stríða, segir Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar Reykjavíkur. "Það er ljóst að fjárhagsstaða allra sveitarfélaga er þröng," segir Árni. Vandinn sé byggður á vaxandi verkefnum sveitarfélaganna. "Fjárhagsstaða sveitarfélaganna er þó misþröng og það má vel halda því fram að hún sé kannski rýmri í Reykjavík heldur en í mörgum öðrum sveitarfélögum," segir Árni. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir öllum hafa verið ljóst að skuldir borgarinnar og borgarsjóðs hafi aukist síðustu ár. Borgin geti leyst vanda sinn með sölu eigna fyrir hátt í tvo milljarða. Þá nýti borgin ekki skattprósentu sveitarfélaganna til fulls: "Borgin á ónotaðan tekjustofn sem nemur 750 milljónum króna." Árni segir að þrátt fyrir fjárhagsvanda borgarinnar og annarra sveitarfélaga sé hann ekki forsenda þess að sveitarfélögin vilji ekki hækka laun kennara umfram launahækkanir annarra. "Jafnvel þó að sveitarfélögin hefðu miklar umframtekjur myndu þau ekki allt í einu gera samninga um launahækkanir við eitt stéttarfélag sem væru langt umfram það sem gert hefur verið við aðra," segir Árni. Undir það tekur Vilhjálmur. Árni segir ekki koma til greina að Reykjavíkurborg leysi verkfall kennara með því að semja sér við sína kennara: "Við höfum framselt okkar vald til launanefndar sveitarfélaganna sem kosin er á landþingi Sambands sveitarfélaganna. Aðeins landsþingið getur breytt því og það verður ekki gert."
Borgarstjórn Fréttir Innlent Kennaraverkfall Stj.mál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira