Beitir sér ekki fyrir kennara 30. september 2004 00:01 Reykjavíkurborg rétt eins og önnur sveitarfélög á við fjárhagsvanda að stríða, segir Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar Reykjavíkur. "Það er ljóst að fjárhagsstaða allra sveitarfélaga er þröng," segir Árni. Vandinn sé byggður á vaxandi verkefnum sveitarfélaganna. "Fjárhagsstaða sveitarfélaganna er þó misþröng og það má vel halda því fram að hún sé kannski rýmri í Reykjavík heldur en í mörgum öðrum sveitarfélögum," segir Árni. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir öllum hafa verið ljóst að skuldir borgarinnar og borgarsjóðs hafi aukist síðustu ár. Borgin geti leyst vanda sinn með sölu eigna fyrir hátt í tvo milljarða. Þá nýti borgin ekki skattprósentu sveitarfélaganna til fulls: "Borgin á ónotaðan tekjustofn sem nemur 750 milljónum króna." Árni segir að þrátt fyrir fjárhagsvanda borgarinnar og annarra sveitarfélaga sé hann ekki forsenda þess að sveitarfélögin vilji ekki hækka laun kennara umfram launahækkanir annarra. "Jafnvel þó að sveitarfélögin hefðu miklar umframtekjur myndu þau ekki allt í einu gera samninga um launahækkanir við eitt stéttarfélag sem væru langt umfram það sem gert hefur verið við aðra," segir Árni. Undir það tekur Vilhjálmur. Árni segir ekki koma til greina að Reykjavíkurborg leysi verkfall kennara með því að semja sér við sína kennara: "Við höfum framselt okkar vald til launanefndar sveitarfélaganna sem kosin er á landþingi Sambands sveitarfélaganna. Aðeins landsþingið getur breytt því og það verður ekki gert." Borgarstjórn Fréttir Innlent Kennaraverkfall Stj.mál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Sjá meira
Reykjavíkurborg rétt eins og önnur sveitarfélög á við fjárhagsvanda að stríða, segir Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar Reykjavíkur. "Það er ljóst að fjárhagsstaða allra sveitarfélaga er þröng," segir Árni. Vandinn sé byggður á vaxandi verkefnum sveitarfélaganna. "Fjárhagsstaða sveitarfélaganna er þó misþröng og það má vel halda því fram að hún sé kannski rýmri í Reykjavík heldur en í mörgum öðrum sveitarfélögum," segir Árni. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir öllum hafa verið ljóst að skuldir borgarinnar og borgarsjóðs hafi aukist síðustu ár. Borgin geti leyst vanda sinn með sölu eigna fyrir hátt í tvo milljarða. Þá nýti borgin ekki skattprósentu sveitarfélaganna til fulls: "Borgin á ónotaðan tekjustofn sem nemur 750 milljónum króna." Árni segir að þrátt fyrir fjárhagsvanda borgarinnar og annarra sveitarfélaga sé hann ekki forsenda þess að sveitarfélögin vilji ekki hækka laun kennara umfram launahækkanir annarra. "Jafnvel þó að sveitarfélögin hefðu miklar umframtekjur myndu þau ekki allt í einu gera samninga um launahækkanir við eitt stéttarfélag sem væru langt umfram það sem gert hefur verið við aðra," segir Árni. Undir það tekur Vilhjálmur. Árni segir ekki koma til greina að Reykjavíkurborg leysi verkfall kennara með því að semja sér við sína kennara: "Við höfum framselt okkar vald til launanefndar sveitarfélaganna sem kosin er á landþingi Sambands sveitarfélaganna. Aðeins landsþingið getur breytt því og það verður ekki gert."
Borgarstjórn Fréttir Innlent Kennaraverkfall Stj.mál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Sjá meira