Innlent

Stjórnvöld ekki stikkfrí

Samfylkingin telur að kennaraverkfallið sé í mjög illleysanlegum hnút sem ekki sé hægt að höggva á nema ríkisvaldið komi að málunum. "Ríkisstjórnin getur ekki verið stikkfrí í máli sem varðar þúsundir fjölskyldna í landinu og mikinn fjölda kennara. Hún ber ábyrgð," segir Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar. "Ríkisstjórnin hefur slegið tóninn í kjaraviðræðum grunnskólakennara með því að semja sjálf við framhaldsskólakennara um laun sem grunnskólakennarar nota sem viðmið. Það er því pólitískt ábyrgðarleysi af ríkisstjórninni að berja höfðinu við steininn og segja að málið komi henni ekki við," segir Össur. Hann skorar á ríkisstjórnina að veita sveitarfélögunum fé til að leysa verkfallshnútinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×